Bjarni Benediktsson fjármálaráðerra spyr á facebook síðu sinni hvort fjölmiðlamenn séu of góðir til að mæta og svara spurningum lögreglu eins og almennir borgarar og hvernig það geti talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að þeir gefi skýrslu?
Bjarni vísar þarna til þess að lögreglan á Norðurlandi eystra hafi tekið mál til rannsóknar og með símtali í gær boðað fjóra fréttamenn til yfirheyrslu. ,,Það eina sem fram er komið frá lögreglunni er að embættið sé með brot á friðhelgi einkalífs til rannsóknar,“ segir hann og bætir við:
„Ef fjölmiðlamennirnir eiga þann lögvarða rétt sem þeir gefa sér að eigi við í þessu máli, að svara ekki spurningum lögreglunnar, vilja þeir þá ekki bara gera það, neita að svara. Er það mjög íþyngjandi? Meira íþyngjandi en almennir borgarar þurfa að þola í málum sem eru til rannsóknar lögreglu?“