Ætla engin stjórnvöld að fordæma kanadísk yfirvöld?

frettinInnlendarLeave a Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Undanfarnar þrjár vikur hafa farið fram friðsöm og fjölmenn mótmæli gegn bólusetningarskyldu í Kanada. Frumkvæðið áttu vöruflutningabílstjórar í landinu en fljótlega bættust margir aðrir við og vilja nú fá líf sitt aftur eftir harkalegar sóttvarnaraðgerðir í að verða tvö ár.

Einræðisherra-klappstýran, forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, brást illa við. Hann uppnefnir mótmælendur, lýgur um þá og kallar þá lítinn jaðarhóp öfgafólks. Þar næst lýsir hann yfir neyðarástandi en slíkt hefur ekki gerast nema þrisvar í sögu kanadíska lýðveldisins: Í fyrri og seinni heimstyrjöld og vegna hryðjuverkaógnar aðskilnaðarsinna fyrir mörgum áratugum. Skyndilega var lítill jaðarhópur öfgafólks orðinn að ógn á við heimstyrjöld!

Bankareikningar hafa verið frystir, eigur gerðar upptækar, persónuupplýsingum stolið af tölvuþrjótum og nýttar af opinberum fjölmiðlum, lífum gæludýra hótað, rétturinn til að stunda friðsöm mótmæli afnuminn og sömuleiðis mörg borgaraleg réttindi sem væru yfirleitt hólpin nema þegar heimstyrjaldir geisa.

Um helgina var lögreglunni sigað á mótmælendurna og beittu þá ofbeldi, margir handteknir, sprautað á þá táragasi og jafnvel traðkað á eldri konu með göngugrind, með hestum!

Talsmenn mótmælenda höfðu boðist til að trappa niður og yfirgefa svæðið en lögreglan vildi ekki heyra neitt slíkt. Nú skyldi sýna þeim hvað verður um þá sem fara í taugarnar á valdasjúkum, sjálfumglöðum, veiruleikafirrtum forsætisráðherranum!

Mín spurning: Ætla engin stjórnvöld að fordæma kanadísk yfirvöld?

Eða á að taka þátt í einhverju leikriti þar sem við tölum enn um Kanada eins og frjálslynt, vestrænt lýðræðisríki sem fær boð á allar fínu ráðstefnurnar?

Nokkrir tenglar fyrir þá sem vilja hvað er búið að vera á seyði og hvernig er hægt að fylgjast með atburðum núna:

Rebel News - Convoy Reports.

Samantekt á Zerohedge úr ýmsum áttum.

Stutt samantekt Tucker Carlson á nýjustu viðburðum.

Viðtal Tom Woods við blaðamann sem hefur fylgst með mótmælunum frá staðnum frá upphafi en einnig aðdragandanum.

Viðtal Mikhaelu Peterson við talsmann mótmælenda, B.J. Dichter. Twitter-síða hans.

Youtube-síða Viva Frei, en hann hefur tekið upp mikið efni á staðnum og fjallar umbúðalaust um ástandið.

Fréttir Breitbart frá Kanada.

Ég spyr aftur: Ætla engin stjórnvöld að fordæma kanadísk yfirvöld?

Uppfært:

Undirskriftasöfnun þar sem skorað er á leiðtoga heims til að fordæma framferði kanadískra yfirvalda hér á LifePetitions.

Mjög fín samantekt á íslensku á Frettin.is hér.

Kanadísk mannréttindasamtök eru að draga kanadíska ríkið fyrir dómstóla til að fá neyðarástandinu sem Trudeau lýsti yfir hnekkt.

Ekki fyrir viðkvæma: Kanadíska lögreglan lemur vopnlausa mótmælendur með kylfum og slasa blaðamann á staðnum. Þetta verður að dómsmáli og nú þegar búið að safnast upp í lögfræðikostnað.

Það hlakkar í ríkisfjölmiðlinum yfir óförum bílstjóra hvers bifreiðum er búið að ræna af þeim og svipta suma þeirra atvinnuréttindum. Þar eru mótmælendur sakaðir um árásargjarna hegðun og það gefið í skyn að framferði lögreglunnar hafi verið eðlilegt í ljósi aðstæðna.

Skildu eftir skilaboð