Heilsugæslan: ,,drífið ykkur í Höllina til að geta ferðast“

frettinInnlendar3 Comments

Í auglýsingu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segist stofnunin vilja vekja athygli á því að COVID-19 bólusetningavottorð 16 ára og eldri séu með 9 mánaða gildistíma og ef lengra er liðið mun vottorðið teljast ógilt á landamærum alveg sama hvað á því stendur. Örvunarskammtur munu aftur á móti endurnýja þennan 9 mánaða gildistíma. ,,Drífið ykkur í höllina, segir í lok auglýsingarinnar.

Sigríður Á. Andersen vakti athygli á málinu og bendir á hversu villandi og furðuleg auglýsingin er, ekki sé verið að leggja áherslu á heilsufarslegan ávinning af enn frekari bólusetningum heldur á ferðafrelsi landsmanna og menn hvattir að fara í sprautur til að geta ferðast.

Til hvaða landamæra er hér vísað?, spyr Sigríður, þar sem ekkert Evrópuland krefjist bólusetningavottorðs á landamærum sínum og mörg lönd hafi auk þess lagt niður aðrar reglur sem giltu í faraldrinum og líklega munu önnur ríki fylgja á eftir - nema kannski Ísland sem enn slær í og úr þegar fjallað er um aðgerðir á landamærum, segir hún.

3 Comments on “Heilsugæslan: ,,drífið ykkur í Höllina til að geta ferðast“”

  1. Heilsugæslan undir handleiðslu landlæknis eru að skíta á sig að koma sullinu út, þeir nota ýmsa taktik eins og að fólk sé að missa af tækifærinu vegna frí og lokana hjá þeim sem sprauta en þetta er helvíti gott hjá þeim með ferðafrelsið, þeir hljóta að koma út nokkrum skömmtum í viðbót, retinni geta þeir stungið upp í rassgatið á sér.

Skildu eftir skilaboð