Namibíska verbúðin á RÚV

frettinPistlarLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson blaðamaður og kennari skrifar:

RÚV var með þann uppslátt um helgina að alþjóðalögreglna Interpol leitaði þriggja Íslendinga, Samherjamanna auðvitað. Í fréttinni segir að namibískur saksóknari vilji  að mennirnir þrír beri vitni.

Ha? Beri vitni?

Þetta eru sömu þrír mennirnir og RÚV sagði fyrir ári að væru ákærðir i Namibíu. Fréttin stendur enn á heimasíðu RÚV, óleiðrétt og óuppfærð.

Ef einhver ætti að þekkja muninn á að bera vitni og vera ákærður þá er það RÚV.

En RÚV er hjartanlega sama um sannleikann. RÚV hannar skáldskap eftir forskrift þar sem sumir eru fyrirfram sekir en aðrir saklausir.

Þeir sem veiða fisk og selja eru sekir. Þeir sem byrla og stela eru saklausir.

Skildu eftir skilaboð