Öllum takmörkunum aflétt á föstudaginn

frettinInnlendarLeave a Comment

Ríkisstjórnin tilkynnti á blaðamannafundi í dag að öllum tak­mörk­un­um vegna heims­far­ald­urs Covid-19 verður aflétt aðfaranótt föstu­dags, bæði inn­an­lands og á landa­mær­um.

Þetta kom fram í máli Will­ums Þórs Þórs­son­ar heil­brigðisráðherra og Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í dag.

Ein­hug­ur var inn­an rík­is­stjórn­ar um þessa ákvörðun og eru aflétt­ing­ar í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is en hann varpaði fram þrem­ur sviðsmynd­um.

Tak­mark­an­ir skiluðu ekki árangri

Helstu rök­in fyr­ir því að aflétta öllu er að út­breiðsla smita er það mik­il að tak­mark­an­ir virðast ekki ná að stemma stigu við hana. Þá eru vís­bend­ing­ar um að það séu um­tals­vert fleiri sem hafa smit­ast en op­in­ber­ar töl­ur geta staðfest.

„Það blas­ir ekki við að tak­mark­an­ir skili neinu á þess­um tíma­punkti,“ sagði Will­um við blaðamenn.

Jákvæðir ekki skyldaðir í einangrun og fólk fari varlega

Rúm tvö ár eru liðin frá því að far­ald­ur­inn náði fót­festu hér á landi með til­heyr­andi sótt­varnaaðgerðum. Veir­an er þó ekki enn far­in og eru það enn til­mæli stjórn­valda að veikt fólk haldi sig heima. Þá er einnig mælt með því að fólk fari var­lega í um­gengni við viðkvæma hópa og noti m.a. grím­ur þegar við á, t.d. á heil­brigðis­stofn­un­um þó svo að al­menn grímu­skylda falli niður.

Voru ráðherr­arn­ir þó á sama máli um að flest­ir lands­menn væru nú farn­ir að þekkja sjúk­dóm­inn það vel að þeir ættu ekki í erfiðleik­um með að hegða sér skyn­sam­lega.

Fyrr í dag kom fram í til­kynn­ingu sótt­varna­lækn­is að hætta ætti al­mennri PCR-sýna­töku og þess í stað verði hraðgrein­ingar­próf notuð. Verður já­kvæð niðurstaða úr þeim næg til grein­ing­ar á Covid-19 sjúk­dómn­um. Þeir sem grein­ast verða jafn­framt ekki skyldaðir í ein­angr­un þó svo að mælt sé með því.

„Til ham­ingju með dag­inn“

Spurð hvað tíðindi dags­ins þýði, seg­ir Katrín Íslend­inga vera að end­ur­heimta eðli­legt líf en að veir­an sé ennþá með okk­ur.

Þá hef­ur heil­brigðisráðherra enn mikl­ar áhyggj­ur af mönn­un­ar­vanda heil­brigðis­stofn­ana og smit­um meðal sjúk­linga.

 „Við veit­um all­an þann stuðning sem að þarf til, til þess að styðja við okk­ar heil­brigðis­stofn­an­ir í gegn­um þetta.

Þá seg­ir Katrín ekki úti­lokað að aðgerðir verði tekn­ar upp aft­ur mjög hratt ef ástæða þykir, til að mynda vegna til­komu nýrra af­brigða.

Spurð hvort þetta komi til með að vera síðasti fund­ur­inn vegna Covid-19, seg­ir Will­um það ósk­andi.

„Til ham­ingju með dag­inn,“ sagði hann að end­ingu.

Skildu eftir skilaboð