Geir Ágústsson vekur á bloggi sínu athygli á rannsóknarverkefni nemenda við Háskólann á Akureyri.
Titill verkefnisins er: Afbrotahegðun unglinga á tímum COVID-19 í ljósi taumhaldskenninga þar sem markmið verkefnisins var að skoða áhrif COVID-19 faraldursins á afbrot og þá sérstaklega ofbeldisbrot meðal unglinga.
Nemendur háskólans lögðu upp með rannsóknaspurninguna: „Hvaða áhrif hafði COVID-19 faraldurinn á fjölda afbrota meðal unglinga á höfuðborgarsvæðinu?“ og voru niðurstöðurnar túlkaðar í ljósi taumhaldskenninga, sem einblína á þá þætti sem koma í veg fyrir að einstaklingar brjóti af sér.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að hegningarlagabrot meðal unglinga á höfuðborgarsvæðinu jókst um 11% milli áranna 2019 til 2020. Í ofbeldisbrotaflokkunum (rán, hótun, líkamsárás, meiriháttar- og stórfelld líkamsárás) var samtals aukning um 19% á milli áranna 2019-2020. Þessar niðurstöður styðja við tilgátur okkar að afbrotum, og þá sérstaklega ofbeldisbeldisbrotum, hefði fjölgað í COVID-19 faraldrinum. Taumahaldskenningar benda til þess að miklar raskanir vegna COVID-19 faraldursins hafi grafið undan félagslegu taumhaldi meðal unglinga og ýtt undir afbrot í þeirra röðum.
„Látum okkur sjá: Ofbeldisglæpum ungmenna á skólaaldri fjölgar um fimmtung á milli ára. Þetta finnst engum vera fréttnæmt. Auðvitað ætlast ég ekki til að blaðamenn liggi yfir efni á Skemmunni en einhver hlýtur að hafa bent einhverjum á eitthvað. Og uppskorið þögn, segir Geir.“
„Var kannski mikilvægara að halda öllum hræddum, skólum lokuðum og krökkum læstum inni hjá sér en benda á alvarlegar óbeinar afleiðingar sóttvarnaraðgerða?“
„Nema auðvitað að ég hafi misst af miklu fjölmiðlafári í tengslum við stóraukinn fjölda ofbeldisglæpa meðal framhaldsskólakrakka sem hefðu venjulega verið í námi, að sækja skólaböll og stelast í sleik á göngum skólans en voru þess í stað að laumast út á kvöldin og fá útrás fyrir eirðarleysið.“