Þórdís Björk Sigurþórsdóttur blaðamaður Fréttarinnar, var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í gær á Útvarpi Sögu. Þær ræddu meðal annars tölfræðina um þá sem sagðir eru hafa látist í Covid faraldrinum sem eru villandi vegna þess hvernig flokkun andlátana er háttað.
Þórdís segir að þegar hún fór að kanna málið hvað lægi að baki þeim dánartölum sem settar hafa verið fram kom í ljós að fólk sem sagt er hafa látist úr Covid hafa ekki endilega látist úr Covid heldur þeim veikindum sem það var með þegar það kom á sjúkrahúsið.
Reglan hafi verið sú að allir þeir sem komu á sjúkrahúsið hafi verið látnir gangast undir Covid próf og ef sjúklingur sem hafi greinst með Covid lést á spítalanum af völdum sjúkdóms sem ekki er vegna Covid þá hafi það verið talið með inni í þessum tölum. Af því leiðir að Covid dauðsföllin virðast fleiri en þau eru í raun.
Þórdís segir að þegar hún og Margrét Friðriksdóttir ritstjóri Fréttarinnar hafi farið til Færeyja og rætt þar við heilbrigðisráðherrann, kom í ljós að sami háttur hafi verið þar greiningum dauðsfalla. Meðal annars var fyrsta manneskjan sem skráð er hafa látist úr Covid þar í landi, lést í raun úr krabbameini sem viðkomandi var með á lokastigi. Þannig virðast tölur um dauðsföll vera nokkuð villandi og horfa þarf á dánartölurnar með tilliti til þess.
Þórdís ræddi einnig um fréttaflutninginn á Fréttin.is, þöggun í meginstraumsfjölmiðlum varðandi mótmælin í Kanada og víða um heim, hræðslu við að tjá sig opinberlega um aukaverkanir eftir Covid sprautur og fleira.
Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér.