Aukin tíðni andláta á dvalar-og hjúkrunarheimilum undanfarið

frettinInnlendarLeave a Comment

Fréttin hefur verið uppfærð.

Morgunblaðið segir frá því í dag að and­lát hafi verið óvenju tíð á dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­il­um að und­an­förnu, eins og and­lát­stil­kynn­ing­ar gefa til kynna.

Blaðamenn Morgunblaðsins spurðu Pálma V. Jóns­son, yf­ir­lækn­i á öldrun­ar­lækn­inga­deild Land­spít­ala og pró­fess­or í öldrun­ar­lækn­ing­um við Há­skóla Íslands, hvort and­lát eldra fólks hafi verið óvenjutíð und­an­farið og hvort rekja megi mörg þeirra til Covid-19-sýk­inga?

„Ég er ekki með ná­kvæma töl­fræði við hönd­ina en það virðist vera auk­in tíðni and­láta þessa dag­ana. Ég hef held­ur ekki upp­lýs­ing­ar um dánar­or­sak­ir,“ svaraði Pálmi.

„Ég tel mik­il lík­indi fyr­ir því að kór­ónu­veir­an sé nú að verki og valdi þess­ari aukn­ingu í ár. Þá er einnig nokkuð lík­legt, að mínu mati, að dán­artíðnin sé held­ur meiri en í meðalári, þar sem sótt­varn­ir hafa verið mikl­ar í tvö ár og fólk haldið sér til hlés. Nú er hins veg­ar dregið úr sótt­vörn­um al­mennt talað og smit í sam­fé­lag­inu í hæstu hæðum. Þá er það svo að bæði gest­ir og gang­andi og einnig starfs­fólk á sjúkra­stofn­un­um veikist. Öllum þessu sýk­ing­um fylg­ir ákveðinn tími í byrj­un veik­inda, þar sem fólk er tals­vert smit­andi en ein­kenna­laust eða lítið og sá tími get­ur verið hættu­leg­ur viðkvæmu fólki.

Pálmi telur líklegt að kórónuveiran sé að verki þrátt fyrir að langflestir eldri borgarar hafi verið þríbólusettir við veirunni og hafi áfram búið við heimsóknartakmarkanir á öldrunarheimilum, þrátt fyrir opnun samfélagsins.

Fréttin.is sendi Pálma tölvupóst og spurði hvort læknar telji Covid bóluefnin sem sögð voru koma í veg fyrir alvarleg veikindi og dauða af veirunni, séu ekki að veita þessa vörn eftir allt saman.

Uppfært k. 14. 42.

Svar barst frá Pálma sem segist hafa móttekið póstinn en væri því miður upptekinn og hefði ekki tök á að svara þessum spurningum og bætti við að þegar kæmi að þessum málum væri gjarnan leitað til farsóttarlæknis eða staðgengils hans.

Pósturinn hefur verið áframsendur til landlæknis og sóttvarnalæknis.

Frétt Morgunblaðsins.

Skildu eftir skilaboð