Dauðsföll fylgja óumflýjanlega heimsfaraldri og þau hafa verið sérstaklega útbreidd undanfarin tvö ár, þökk sé líklega manngerða erfðabreytta vírusnum.
Þrátt fyrir fjöldabólusetningar, þar sem meirihluti þjóðarinnar var þvingaður með einum eða öðrum hætti til að láta bólusetja sig, eru umfram dauðsföll í Bandaríkjunum í sögulegu hámarki, meira en ári eftir að „lækningin,“ þ.e. bólusetningar hófust. Tölurnar halda svo bara áfram að hækka, sérstaklega hvað varðar unga Bandaríkjamenn.
Þetta gerist á sama tíma og dauðsföll vegna Covid eru að nálgast botninn.
Hvað er á seyði?
Meirihluti fólks hefur látið bólusetja sig við vírus sem hefur 99,95 - 99,99% batahlutfall hjá flestum og Dr. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, sagði sjálfur í síðasta mánuði að við værum að færast út úr heimsfaraldri.
Hinn heimsþekkti hjartalæknir, Dr. Peter McCullough, segir skýringuna ótvíræða: Umfram dauðsföllin, sem falla fullkomlega saman við upphaf tilraunabólusetninganna, er augljós sökudólgur.
„Það er hafið yfir allan vafa að bóluefnin eru að valda miklum fjölda dauðsfalla,“ sagði McCullough í nýlegu viðtali í hlaðvarpsþættinum "On a Mission."
McCullough, sem er einnig sóttvarnalæknir, er ekki bara að koma fram með órökstuddar fullyrðingar. Hann rökstuddi orð sín með því að fara í gegnum "Bradford Hill criteria" til að sýna fram á tengslin á milli bólusetninganna og núverandi bylgju umfram dauðsfalla.
"Hill's criteria for causation" er almennt talin vera staðallinn þegar orsök og afleiðing eru metin. Það er reglulega notað í lýðheilsurannsóknum og er skilgreint sem „listi af níu meginreglum sem geta verið gagnlegar við að koma fram með faraldsfræðilegar vísbendingar um orsakasamband á milli áætlaðrar orsakar og framkominnar afleiðingar,“ samkvæmt Wikipedia.
McCullough lýsti þessu svo: „Ég er sóttvarnalæknir og fólk hefur spurt mig: Dr. McCullough, eru bóluefnin í raun að valda dauðsföllum?“
Faraldsfræðilega uppbyggingin sem við þurfum að fara í gegnum kallast "Bradford Hill Tenets of Causality." Svo, fyrsta spurningin er: „er þetta stórt faraldsfræðilegt viðvörunarmerki?“ Og ég skal segja ykkur - það er stjarnfræðilega stórt. Öll önnur bóluefni til samans valda ekki fleiri en 150 dauðsföllum í Bandaríkjunum á hverju ári.“
Núna [með Covid bóluefnunum] erum við með yfir 21.000 dauðsföll. Greinilegar er þetta því risastórt viðvörunarmerki.
Númer tvö: „er hættulegur verkunarmáti? Svarið er já. Við vitum að bóluefnin hafa hættulegan verkunarmáta - þau koma af stað framleiðslu á broddpróteinum. Broddpróteinið er það sem gerir öndunarfærasýkinguna banvæna og af því leiðir að of mikil framleiðsla á broddpróteinum eftir bólusetningu hjá viðkvæmum einstaklingi er honum banvæn.“
Þriðja viðmiðið: „er innbyrðis samræmi? Eru aðrar aðstæður sem nú eru viðurkenndar sem gætu einnig verið banvænar?’ Og svarið er já. FDA er sammála með hjartavöðvabólguna - allir eftirlitssérfræðingar eru sammála því að bóluefnin valdi hjartavöðvabólgu. Getur það verið banvænt? Já. Hafa slík tilvik verið kynnt og birt? Já... Það eru yfir 200 ritrýndar greinar komnar fram um hjartavöðvabólgu.“
Hvað með aðrar orsakir dauðsfalla? Segamyndun af völdum bóluefnisins, blóðtappa, heilablóðfalli, háþrýsting, sýkingu í hjartavöðva - ýmis önnur banvæn heilkenni. Það eru yfir 1.000 ritrýndar greinar sem birtar hafa verið um banvænar og ekki banvænar afleiðingar Covid bóluefnanna. Þannig að þessi viðmið eru uppfyllt. Það er innbyrðis samræmi [hvað varðar afleiðingar].
Eftir að hafa rennt stuttlega í gegnum restina af Hill's criteria atriðin, dró McCullough niðurstöðuna saman og dregur ekkert undan.
„Það er hafið yfir allan vafa að bóluefnin valda miklum fjölda dauðsfalla. Það er ótvírætt og ég er faraldsfræðingur. Ég er að segja ykkur að bóluefnin valda miklum fjölda dauðsfalla,“ endurtók hann með áherslu.
Þáttinn má hlusta á hér neðar: