Hinn þjóðþekkti Bollywood-söngvari Krishnakumar Kunnath, þekktur sem KK, lést í Kolkata á Indlandi á þriðjudag eftir hjartastopp, telja læknar. KK var 53 ára og þekktur fyrir að syngjavinsæl rómantísk ástarlög.
Honum leið einkennilega þegar hann kom á hótelið eftir að hafa haldið tónleika um kvöldið. Hann hneig niður, sögðu embættismenn, og var fluttur á nærliggjandi sjúkrahús þar sem læknar lýstu því yfir að hann væri látinn. „Því miður var ekki hægt að bjarga honum, sagði yfirmaður á sjúkrahúsinu."
Læknar sögðust telja að dánarorsökin væri hjartastopp.
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, sendi samúðarkveðjur á Twitter og sagði að KK yrði alltaf minnst í gegnum söng hans.