Alþjóðasundsambandið FINA hefur bannað transkonum að keppa í kvennagreinum en hyggst koma á svokölluðum „opnum flokki“ fyrir trans íþróttafólk.
Stjórn sambandsins kaus að stöðva það að transkonur kepptu í úrvalskeppni kvenna ef þær hefðu gengið í gegnum einhvern hluta kynþroska karla.
Forseti FINA, Husain Al-Musallam, tilkynnti þetta á sunnudag en um er að ræða nýja reglugerð sambandsins.
71% af 152 meðlimum FINA kusu með reglugerðinni, sem er alls 34 blaðsíður og þess er krafist að trans keppendur hafi lokið kynskiptum sínum fyrir 12 ára aldur til að geta keppt í kvennaflokki.
„Þá erum við ekki segja að fólk sé hvatt til að skipta um kyn fyrir 12 ára aldur. En ef kynskiptameðferð fer fram eftir að kynþroski hefst, hefur viðkomandi forskot á aðra keppendur sem er ósanngjarnt,“ sagði James Pearce, sem er talsmaður Husain Al-Musallam, í samtali við Associated Press.
Þetta þýðir meðal annars að bandaríska transkonan Lia Thompson getur ekki keppt í kvennaflokki en hún varð fyrsta transkonan til að vinna sundtitil í háskólaíþróttum í Bandaríkjunum. Sigur hennar í 450 metra skriðsundi kvenna er sagður eiga mikinn þátt í þessari ákvörðun FINA.