Fyrrum Ungfrú Brasilía látin eftir blæðingu og hjartaáfall

frettinErlentLeave a Comment

Fegurðardísin Gleycy Correia, sem kjörin var Ungfrú Brasilía árið 2018, er látin 27 ára gömul af völdum mikilla blæðinga og hjartaáfalls, nokkrum dögum eftir hefðbundna hálskirtlaaðgerð. Hún lá í dái í tvo mánuði eftir hjartastoppið í apríl.

Correia var frá borginni Macae í suðausturhluta Brasilíu og  lést á einkareknu sjúkrahúsi á mánudag og var lík hennar sent til Macae til krufningar.

Presturinn fjölskyldunnar, Lidiane Alves Oliviera, sagði: „Hún fór í aðgerð til að láta fjarlægja hálskirtla og eftir fimm daga heima hjá sér fékk hún blæðingu og hjartaáfall.“

Séra Jak Abreu, sem þekkir fjölskyldu Correia, skrifaði á samfélagsmiðla að ættingjar hennar teldu að um læknisfræðileg mistök hafi verið að ræða við aðgerðina.

Hann bætti við: „Guð valdi þennan dag til að sækja prinsessuna okkar. Við vitum að hennar verður sárt saknað, en hún mun nú lýsa upp himininn með brosi sínu...“

Daily Mail sagði frá.

Skildu eftir skilaboð