Morgunblaðið segir frá því að Kolbrúnu Bergþórsdóttur hafi verið sagt upp störfum hjá Fréttablaðinu.
Kolbrún á samkvæmt samtali við mbl.is að hafa fengið þær upplýsingar að ástæða uppsagnarinnar væri hagræðing en jafnframt að uppsögnin hafi ekki komið henni mjög á óvart.
„Ég hélt þetta myndi gerast fyrr,“ sagði hún við blaðamenn Morgunblaðsins.
Fram kemur í fréttinni að Kolbrún viti ekki hvað hún taki sér næst fyrir hendur en hún ætli að njóta sumarsins og treysta á almættið.
„Ég hugsa aldrei um fortíðina og hef engar áhyggjur af framtíðinni,“ sagði Kolbrún.
Kolbrún skrifaði marga góða pistla og var þetta síðasti pistill hennar hjá Fréttablaðinu, Rétta málið.