Fjórbólusettur Fauci fékk Covid aftur – versnaði eftir nýtt „veirueyðandi“ lyf frá Pfizer

frettinErlentLeave a Comment

Anthony Fauci, forstöðumaður NIAID (National Institute of Allergy and Infectious Diseases) og helsti sóttvarnaráðgjafi Joe Biden bandaríkjaforseta, sagði á þriðjudag að hann hefði aftur fengið COVID-19 einkenni eftir að hafa tekið lyfið Paxlovid frá Pfizer sem er nýtt veirueyðandi lyf. Þetta kom fram á fréttavefnum Bloomberg.

Fauci fékk jákvætt úr COVID-19 sýnatöku þann 15. júní, þrátt fyrir að vera fjórbólusettur, og fékk upphaflega „væg einkenni,“ samkvæmt NIAID.

Vegna aldurs Fauci, sem er 81 árs, er hann talinn í áhættu á að fá fylgikvilla og var því gefið lyfið Paxlovid. Lyfið, sem er framleitt úr blöndu af nirmatrelvir og ritonavir, fékk neyðarleyfi í desember 2021 til að meðhöndlunar á COVID-19.

„Eftir að hafa tekið Paxlovid í fimm daga fékk ég neikvætt hraðpróf í þrjá daga í röð,“ sagði Fauci á þriðjudag í fjarviðtali á Global Health Forum Foreign Policy.

„Og svo á fjórða degi, bara til að vera alveg viss, tók ég annað hraðpróf og þá fékk ég aftur jákvætt. Þetta var nokkurn veginn eins og það sem fólk kallar Paxloid bakslag,“ sagði Fauci. Næsta dag fór honum að líða mjög illa og „miklu verr en í fyrra skiptið,“ bætti hann við.

CDC og NIH rannsaka bakslag eftir Paxlovid

COVID-19 getur komið aftur eftir að smitaður einstaklingur hefur tekið Paxlovid skammt, samkvæmt leiðbeiningum frá Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC) 24. maí.

CDC segir:

„Nýlegar tilkynningar skjalfesta að sumir sjúklingar með eðlilega ónæmissvörun, sem hafa lokið fimm daga meðferð af Paxlovid, vegna sýkingar sem staðfest hefur verið á rannsóknarstofu og hafa síðan náð bata, geta orðið fyrir endurteknum veikindum tveimur til átta dögum síðar, þar á meðal sjúklingar sem hafa verið bólusettir og/eða fengið örvunarskammt.”

Stofnunin hélt áfram að mæla með lyfinu við Covid-19 þrátt fyrir möguleikann á endurteknum veikindum, að sögn Reuters.

Í lok apríl sögðu vísindamenn NIH (National Institute of Health) að þeir myndu kanna hversu oft og hvers vegna veirusýkingin hjá sumum sjúklingum sem hafa lokið fimm daga meðferð með Paxlovid, kæmi aftur.

„Þetta er forgangsverkefni,“ sagði Dr. Clifford Lane, aðstoðarforstjóri klínískra rannsókna hjá NIAID, við Bloomberg. Það er „nokkuð brýnt fyrir okkur að ná tökum á þessu.“

Hinn 17. maí, fjallaði stjórnmálaskýrandinn Kim Iversen um fréttirnar að vísindamenn NIH væru að kanna hversu oft og hvers vegna veirumagn hækkaði aftur hjá sumum sjúklingum.

„Það kemur í ljós að meðferðarlyfið Paxolvid, sem er framleitt af Pfizer, á við vandamál að stríða,“ sagði Iversen við áhorfendur sína í þættinum The Hill's Rising.

„Pfizer segir raungögn benda til þess að bakslaga eigi sér stað hjá færri en einum af hverjum 3.000 sjúklingum, en þennan frasa höfum við áður heyrt í heimsfaraldrinum, að eitthvað sé „afar sjaldgæft,“ eins t.d. að smitast af veirunni eftir að hafa verið bólusettur eða fá hjartavöðvabólgu … það kemur síðan í ljós að þessi tilvik eru algengari en fram kom í fyrstu,“ sagði Iversen.

Iversen gagnrýndi Matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) fyrir að flýta í gegn samþykki lyfja eins og Paxlovid á sama tíma og stofnunin meinar almenningi aðgang að eldri, og oft ódýrari meðferðum.

10,6 milljarða dala reikningur fyrir bandaríska skattgreiðendur

Fimm daga skammtur af Paxlovid kostar 700 dollara. Í nóvember 2021 undirrituðu bandarísk stjórnvöld viðskiptasamning við Pfizer upp á 5,3 milljarða dollara fyrir 10 milljón meðferðaskammta af tilraunalyfinu. Í janúar tvöfaldaði ríkisstjórnin pöntun sína í 20 milljón meðferðaskammta af Paxlovid, sem færði bandarískum skattgreiðendum reikning upp á 10,6 milljarða dala.

Nánar um málið má lesa hér.

Skildu eftir skilaboð