Jordan Peterson hefur verið settur í tímabundið bann vegna færslu sem hann skrifaði um Elliot Page á samskiptamiðlinum. Þar skrifar hann „hvaða glæpsamlegi læknir fjarlægði brjóstin af Ellen Page?“
Tístið vakti hörð viðbrögð sem urðu til þess að Peterson var settur í tímabundið bann, eða þangað til hann eyðir út færslunni og verður aðgangur hans þá opnaður aftur.
Peterson segist frekar vilja deyja en að eyða færslunni, en hann hefur verið harðorður að undanförnu í garð lækna sem að framkvæma kynskiptiaðgerðir og segir þá fremja glæpsamlegt athæfi sem afskræmir líkama fólks.
Jordan Peterson var staddur hér á landi um síðustu helgi og talaði fyrir fullum sal í Háskólabíó og vakti það einnig hörð viðbrögð á meðal transsamfélagsins hér á landi.
Peterson fékk þessi skilaboð frá Twitter:
Violating our rules against hateful conduct. You may not promote violence against, threaten, or harass other people on the basis of race, ethnicity, national origin, sexual orientation, gender, gender identity, religious affiliation, age, disability or serious disease. By clicking Delete, you acknowledge that your Tweet violated the Twitter Rules.
If you think we’ve made a mistake, submit an appeal to us. Please note that should you do so, your account will remain locked while we review your appeal.
Eins og áður segir mun Peterson ekki eyða færslunni og segist ekki hafa brotið neinar reglur og stendur við tiltekin skrif. Peterson segir þetta aðför að tjáningafrelsinu en ætlar ekki að láta útilokunarviðrinin ("cancel creeps") og "woke" liðið eins og hann orðar það, stoppa sig.
Svar Peterson sem hann póstaði í dag á YouTube má sjá hér neðar.
One Comment on “Jordan Peterson bannaður á Twitter: Vil frekar deyja en að eyða færslu byggða á sannleika fyrir útilokunarviðrinin”
Cancel creeps er bara ansi góð lýsing hjá honum👍