Dómsmálaráðherra Breta telur Skota ganga of langt með fyrirhuguðum translögum

frettinErlent, Ingibjörg GísladóttirLeave a Comment

Það var seint á síðasta ári sem J K Rowlings olli fjaðrafoki, eina ferðina enn, og var ásökuð um transfóbíu fyrir að gagnrýna skosku lögregluna með tilvísun í Orwell. Það sem hún skrifaði var: „Stríð er friður. Frelsi er helsi. Fáfræði er styrkur. Náunginn sem beitti getnaðarlim sínum til að nauðga þér er kona".  Skoska lögreglan hafði nefnilega lýst því yfir að dæmdir nauðgarar gætu skráð sig sem konur og afplánað í kvennafangelsum.

Í upphafi þessa árs birtist frétt í skosku blaði þar sem sagði frá rannsókn er birtist í British Journal of Criminology.  Dr Matthew Maycock við Háskólann í Dundee hafði farið á milli kvennafangelsa í Skotlandi og tekið viðtöl við 15 konur (alvöru konur). Margar þeirra sögðu frá því að transkonurnar í fangelsinu gerðust karlar aftur er afplánun lauk. Sumar kvennanna töldu að karlanir hefðu gerst trans til að geta stundað kynlíf með konum í fangelsinu en aðrar töldu þá gera það til að gera fangavistina bærilegri. Í fréttinni segir að 12 transfangar sem hafi verið dæmdir fyrir ofbeldis- eða kynferðisglæpi hafi gist skosk kvennafangelsi á síðastliðnu einu og hálfu ári.

Dómsmálaráðherra Breta, Suella Braverman, telur Skota ganga of langt í frjálsræðisátt og bendir á að fyrirhugaðar lagabreytingar þeirra um kynskipti geti valdið vandræðum, ekki sé víst að trans-pappírar Skota verði teknir gildir utan Skotlands. Nýju tillögurnar ganga út á að menn þurfi ekki að bíða nema 6 mánuði eftir nýrri kynskráningu og ekki þurfi mat læknis. Flestir munu þurfa að bíða meira en 6 mánuði eftir að vera kallaðir í afplánun, svo vilji menn fara beint í kvennafangelsi eftir sjálfsmat þá stendur það til boða gangi lagabreytingin í gegn. Einnig vilja Skotar lækka kynskiptaaldurinn í 16 ár (niður fyrir sjálfræðisaldur) sem Suella efast um að gangi upp.

Skildu eftir skilaboð