Hollenskir sjómenn slást í för með bændum og mótmæla loftslagsstefnu stjórnvalda

frettinErlentLeave a Comment

Hollenskir sjómenn hafa tekið þátt í baráttunni gegn loftslagsstefnu stjórnvalda sem mun eyðileggja þúsundir verkamannastarfa í Hollandi. Hollenskir bændur hafa mótmælt harkalega síðustu daga, tafið og stöðvað umferð á þjóðvegum, sturtað heybögglum á vegina og kveikt í þeim. Eins hafa sumir þeirra dreift mykju á opinberar stjórnarbyggingar í mótmælaskyni við takmarkanir ríkisstjórnarinnar á mengandi efnum í landbúnaði. Hömlurnar munu leiða til þess að fjöldi bænda þarf að leggja niður störf sín.

Í síðasta mánuði tilkynnti hollenska sjómannasambandið EMK að sjómenn hygðust ganga til liðs við bændur í mótmælaskyni og sögðu að köfnunarefnisstefna stjórnvalda muni koma í veg fyrir að skip stundi veiðar við strendur Hollands.

Nú hafa komið fram myndbönd sem sýna nokkra fiskibáta reyna sameiginlega að loka höfnum í IJmuiden, Harlingen, á meðan höfninni í Lauwerszoog var lokað á sunnudagskvöld ásamt öðrum siglingaleiðum.

Samkvæmt NL Times, í gær, tókst sjómönnum einnig að leggja niður ferjuþjónustu til Texel, þar sem þeir sögðu: „það er ekki skynsamlegt að koma ekki að ferjuhliðinu.“

Skildu eftir skilaboð