Bolsonaro á varðbergi gagnvart bóluefnunum – lyfjafyrirtækin vildu losna undan ábyrgð

frettinErlentLeave a Comment

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, segist hafa hafnað Covid bólusetningu þar sem hann hafði þegar öðlast náttúrulegt ónæmi og eins var hann á varðbergi gagnvart hugsanlegum aukaverkunum.

Í samtali við þáttastjórnandann Tucker Carlson hjá Fox News, lýsti forsetinn því hvað fór í gegnum huga hans áður en hann tók ákvörðun um að taka ekki mRNA-tilraunaefnið og sagði að hann þyrfti þess ekki eftir að hafa öðlast náttúrulegt ónæmi í kjölfar sýkingar.

„Þegar veiran var upp á sitt versta í mars 2020 byrjaði fólk að leita að bóluefninu, auðvitað, gegn veirunni... og ég leitaði eftir lyfjum vegna þess að við fórum að sjá tilfellin aukast.

„Fyrir þá sem smitast af vírusnum eins og ég gerði, hjálpar bóluefnið hjálpar. Þú ferð ekki í bólusetningu ef þú hefur þegar smitast. Bóluefnið væri gagnslaust. Þú ættir frekar að taka lyfin."

„Í Brasilíu kynnti ég mér málið. Ég hringdi í fólk í öðrum löndum, þar á meðal í Afríku, sunnan Sahara, og í brasilíska lækna, vegna þess að það var fólk þarna úti sem annaðhvort fékk ekki veiruna og ef það fékk hana, þá var það ekki það veikt að leggja þyrfti það inn á sjúkrahús eða að það létist af sjúkdómnum."

Fjölmiðlar réðust á snemmtækar meðferðir

Brasilíski forsetinn ræddi einnig hvernig helstu fjölmiðlar réðust á snemmtækar meðferðir og kynntu þess í stað einhliða bóluefnið, og ollu Brasilíubúum þar með mögulegan skaða.

„Í Brasilíu fylgdumst við með tilkomu tveggja lyfja sem byrjað var að nota mikið. Sjálfur tók ég lyfin þegar ég smitaðist, en þrýstingurinn um allan heim var mikill, frá fjölmiðlum og lyfjafyrirtækjum, þau voru öll á móti snemmtækri meðferð. Þau einblíndu á bóluefnið.

Auk þess sagði Bolsonaro að hann hafi verið á varðbergi gagnvart bóluefnunum eftir að lyfjafyrirtækin sóttust eftir undanþágu frá ábyrgð á öllum aukaverkunum. Þingið í Brasilíu ákváðu þrátt fyrir það að veita lyfjarisunum vernd.

„Ég las líka samninginn frá Pfizer og eitt af ákvæðunum var: „Við tökum enga ábyrgð á neinum aukaverkun sem stafa af bóluefninu,“ sagði forsetinn.

„Ég varð áhyggjufullur vegna þess... og þingið í Brasilíu ákvað að greiða atkvæði með og samþykkja lagasetningu sem heimilaði að Pfizer, og önnur lyfjafyrirtæki myndu ekki taka ábyrgð á neinum aukaverkunum af bóluefninu.“

„Við höfðum líka upplýsingar, þar á meðal frá bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu, um að líklegt væri að einhverjar aðrar aukaverkanir myndu koma fram á þessu ári eða næsta“ sagði hann.

„Læknar höfðu orð á því að fólk sem hafði smitast af veirunni væri þegar ónæmt og þyrfti ekki að taka bóluefnið. Það átti við í mínu tilfelli, þess vegna tók ég það ekki.“

„Ég keypti bóluefni fyrir alla Brasilíubúa. Ég krafðist þess ekki að fólk yrði bólusett. Ég virti einstaklingsfrelsið. Hverjum og einum var frjálst að bólusetja sig eða ekki. Ég tel að um 20% brasilískra íbúa hafi ákveðið að taka ekki bóluefnið.

Forsetinn kennir fjölmiðlum beinlínis um fjölda dauðsfalla í landinu fyrir að djöflast gegn snemmtækum meðferðum sem hefðu getað bjargað mannslífum.

Gagnrýndur fyrir að vilja kaupa nefúða við Covid-19

Bolsonaro sagði frá því að hann hafi sent teymi sérfræðinga til Ísraels til að rannsaka og hugsanlega kaupa nefúða sem lofaði góðum árangri gegn Covid, en sá samningur varð aldrei að veruleika.

„Ég var gagnrýndur mikið fyrir þetta og við náðum engum árangri í þeim samningaviðræðum,“ sagði hann.

Seinni tíma rannsóknir bentu síðan til þess að nefúðameðferð væri mjög áhrifarík gegn Covid-19.

„Í síðasta mánuði birti stórt brasilískt fyrirtæki fréttagrein sem gaf til kynna að nefúði væru mjög áhrifarík lausn gegn Covid í dag,“ sagði hann.

„Þér er sem sagt leyft, að sjálfsögðu, að taka tilraunabóluefni, en ekki nefúða!"

Mistök að hafa hlíft Pfizer við ábyrgð á aukaverkunum

Aðspurður hvers vegna brasilíska þingið veitti Pfizer og öðrum stórum lyfjafyrirtækjum skjól frá ábyrgð gegn aukaverkunum á þeirra eigin lyfjum, sagði Bolsonaro að það hafi verið mistök sem hann sjái eftir og að aðrar meðferðir hefðu getað bjargað mörgum mannslífum.

„Íbúarnir voru mjög óttaslegnir, þeir voru örvæntingafullir og hræddir við veiruna, sérstaklega aldraðir sem voru með einhvers konar sjúkdóma. Þar af leiðandi ákvað þingið að setja lög þess efnis. Við hörmum það virkilega vegna þess að í dag, eftir á að hyggja, sjáum við í rannsóknum sem gerðar hafa verið utan Brasilíu að mögulega hefði mátt koma í veg fyrir tvo þriðju dauðsfalla í Brasilíu og annars staðar í heiminum.

Bolsonaro ræddi það hvernig virkni margra lyfja hér áður fyrr uppgötvaðist fyrir slysni og útskýrði að þetta gæti hafa verið raunin með ivermektín og hýdroxýklórókín, en þrýstingurinn frá lyfjarisum var of mikill.

„Tökum Afríku sunnan Sahara sem dæmi. Þar tekur fólk ivermektín til að berjast gegn árblindu og hýdroxýklórókín gegn malaríu og þar sem Covid dánartíðni á því svæði var mjög lág, sú lægsta í heiminum, er eðlilegt að álykta að þessi lyf gætu einhvern veginn hjálpað líka til við að berjast gegn veirunni og áhrifum hennar.

Þrýstingur frá lyfjafyrirtækjunum

„Við hörmum þrýstinginn sem átti sér stað og ef til vill vegna efnahagslegs krafts lyfjafyrirtækja héldu þau áfram og fjárfestu í bóluefnum. Og í dag sérðu fólk sem hefur tekið þriðja, fjórða skammtinn af bóluefninu og þeir smitast enn af veirunni og deyja.

„Í Brasilíu vildu töluverður hluti íbúanna ekki taka örvunarskammt. Mér skilst að það sé réttur þeirra. Ég styð einstaklingsfrelsi,“ sagði hann.

„Eins og ég sagði áður þykir okkur leitt, og við hörmum öll dauðsföllin, en ég tel að hægt hefði verið að forðast mörg dauðsföll með snemmtækri meðferð.

Bolsonaro útskýrði fyrir Tucker Carlson að hann teldi að veiran hafi komið frá rannsóknarstofu í Kína en engin alvöru rannsókn hefur verið gerð á þessu. Hann gagnrýndi aðra leiðtoga heims fyrir að nota ótta fólksins við veiruna til að koma á lokunum og öðrum harðlínuaðgerðum.

Fengu að bragða á einræðinu

„Svo virðist sem margir hafi nýtt sér Covid faraldurinn. Margir þjóðhöfðingjar enduðu með því að knýja fram vilja sinn og þeir fengu að „finna bragðið af einræðisstjórn,“ sagði hann og bætti við að nokkrir brasilískir embættismenn hafi einnig beitt harðstjórn án nokkurrar ábyrgðar og bannað fólki að fara að heiman, eða í skólann og látið loka verslunum þeirra, hafi það ekki farið í bólusetningu. Þeir fundu fyrir valdinu sem þeir höfðu, þeir gátu gert allt í Covid og þurftu enga ábyrgð að taka.

Skildu eftir skilaboð