Lögbann sett á bólusetningar barna í Úrúgvæ þar til bóluefnasamningar verða lagðir fram

frettinErlentLeave a Comment

Úrúgvæ mun hætta öllum Covid bólusetningum á börnum yngri en 13 ára eftir að dómari þar í landi skipaði á fimmtudag að bólusetningar í þeim aldurshópi yrðu stöðvaðar þar til embættismenn legðu fram skjöl sem tengjast bóluefnasamningum stjórnvalda við lyfjafyrirtækin.

Lögmaðurinn Maximiliano Dentone, sem fór fram á lögbannið, sagði að stjórnvöld hafi ekki lagt fram samninga við lyfjarisann Pfizer, eins og dómarinn hafði krafist. Ríkisstjórnin hefur sagt að þagnarskylduákvæði í samningnum komi í veg fyrir að hún geti sýnt samningana.

Dómarinn boðaði ríkisstjórn landsins og fulltrúa Pfizer í yfirheyrslu í vikunni til að svara fjölda spurninga fyrir dómi, auk þess sem hann krafðist að fá að sjá bóluefnasamningana þar sem fram kemur hvort Pfizer sé skaðabótaskylt eða ekki varðandi alvarlegar aukaverkanir af bóluefnunum.

Úrúgvæski dómarinn, Alejandro Recarey, krafðist upplýsinga og fjölda gagna, þar á meðal um nákvæmt innihald bóluefnanna, sönnun á öryggi þeirra, upplýsingar um aukaverkanir í tengslum við börn,  staðfestingu á því að mRNA (RNA boðberi) í bóluefninu sé saklaus, skýringa á umframdauða í landinu frá því að bólusetningar hófust, sönnun á því að hætta stafaði af óbólusettum, o.fl. Nánar má lesa um dóminn og dómkröfur hér.

Forseti Brasilíu hefur upplýst að lyfjafyrirtækin taki enga ábyrgð á aukaverkunum af bólusetningum í Brasilíu.

Þagnarskylduákvæði er í samningum allra ríkja, meðal annars í samningum við Ísland. Íslenskur ríkisborgari óskaði á dögunum, með vísan til upplýsingalaga, eftir að fá afrit af samningi Íslands við bóluefnaframleiðendur en því var hafnað.


Skildu eftir skilaboð