Sky News í Ástralíu: Trudeau og Rutte kallaðir gullnu fyrirmyndardrengirnir hans Klaus Schwab

frettinErlentLeave a Comment

Mótmæli bænda hafa blossað upp út um alla Evrópu vegna hækkandi hráefnisverðs og hrokafullra og íþyngjandi stjórnarhátta stjórnvalda sem eru að eyðileggja bændasamfélagið.

Mótmæli bænda héldu áfram í Hollandi í gær, fimmtudag, og hafa breiðst út um Evrópu m.a. til Ítalíu og Póllands þar sem mótmælt var í gær. Þá eru stórmarkaðir í Hollandi farnir að verða uppiskroppa með mat og hillurnar að tæmast.

Rowan Dean, þáttastjórnandi Sky News í Ástralíu, lýsti ástandinu í þættinum The Bolt Report á Sky News svona:

Annar staður sem virðist líka að vera færast inn í einræði er Holland sem er kannski engin tilviljun. Líkindin milli Kanada og Hollands eru jafn undraverð og þau eru truflandi. Hér eru Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, leiðtogi hins hlægilega flokks með kaldhæðnislega nafnið "Peoples Party for Freedom and Democracy." Fyrir utan að deila sama vitlausa vinstrisinnaða húmornum, þá eru þessir tveir auðvitað gulldrengir fyrir Klaus Schwab og glóbalista draumsýnina hjá World Economic Forum (WEF).

Fyrir aðeins nokkrum mánuðum voru það kanadísk stjórnvöld sem réðust á sína eigin borgara á ljótan og ógnvekjandi valdsmannslegan hátt vegna mótmæla Frelsislestarinnar og stjórnvöld frystu bankareikninga og neyddu í raun alla einstaklinga burt sem tóku þátt í lögmætri og friðsamlegri andstöðu við COVID skyldubólusetningar. Þetta minnir mig á Melbourne undir stjórn Dan Andrews."

Hér má lesa um það þegar Evrópuþingmaðurinn Mislav Kolakušic frá Króatíu sakaði Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada um að stjórna með „einræði af verstu gerð“ í ræðu á Evrópuþinginu.

Þá má sjá myndband af því hér (frá mín. 8:40) þegar hinn hugaði hollenski þingmaður Gideon van Meijeren spurði Mark Rutte forsætisráðherra Hollands í ágúst 2021 út í bréf sem hann skrifaði til Klaus Schwab stofnanda WEF þar sem hann sagði að bók Schwab, "Covid-19: The Great Reset" sem gefin var út í 9. júlí 2020, á fyrstu mánuðum heimsfaraldursins, hefði „hvatt hann til að endurreisa betur.“ (e. build back better).

Frasann "build back better" hafa þjóðarleiðtogar með tengsl við glóbalistana í World Economic Forum notað óspart undanfarin misseri, svo augljóslega er um samantekin ráð þeirra að ræða í ákveðnum tilgangi. Þessi frasi er líka einmitt heitið á löggjafaráætlun Joe Biden bandaríkjaforseta, sem felur í sér aukna yfirfærslu fjármagns inn í gruggugt svarthol loftslagsbreytinga og „samfélagsleg útgjöld.“ Upptaka þessarar stefnu glóbalistanna í Evrópu er m.a. ástæða mótmælanna sem bændur og aðrar stéttir hafa staðið fyrir í Evrópu að undanförnu og farin eru að breiðast út.

Forsætisráðherra Íslands virðist hafa tengsl við World Economic Forum sbr. þessa "build back better" færslu henar á Twitter.

Skildu eftir skilaboð