Mótmælendur í Sri Lanka brutust inn í einkabústað forsætisráðherrans, Ranil Wickremesinghe, og kveiktu í bústaðnum. Þetta gerðist nokkrum klukkustundum eftir að ráðherrann sagðist ætla að segja af sér þegar ný ríkisstjórn yrði mynduð. Þetta er stærsti mótmæladagurinn til þessa og er forseti landsins flúinn af landi brott.
Skrifstofa forsætisráðherrans sagði að mótmælendur hafi þvingað sér inn á heimili hans í Colombo á laugardagskvöld. Ekki er strax ljóst hvort hann hafi verið inni þegar árásin átti sér stað.
Áður sagði Wickremesinghe, sem einnig er fjármálaráðherra landsins, á Twitter að hann væri að stíga til hliðar til að rýma fyrir allsherjarstjórn til að taka við landinu í kjölfar mótmælanna vegna hömlulausrar verðbólgu og eldsneytis- og matarskorts.
Hér má sjá bústað ráðherrans brenna, líklega til kaldra kola.