Covid smithlutfall í Skotlandi er 50% hærra en í Englandi, sýna nýjustu gögn frá Hagstofu Bretlands (ONS). Samkvæmt nýjustu tölum fengu 5,9% Skota jákvætt úr Covid sýnatöku í vikunni sem lauk 30. júní, samanborið við 4,0% Englendinga.
Þessi niðurstaða gæti komið heilbrigðisyfirvöldum á óvart þar sem Skotland er með hærra bólusetningahlutfall en England. Skotland hefur gefið 5,5 milljónum íbúa 12,9 milljónir skammta, sem jafngildir 235 skömmtum á hverja 100 íbúa. England hefur aftur á móti gefið 224 skammta á hverja 100 íbúa.
Þessu til viðbótar er greint frá því að vorbólusetningaherferð í Skotlandi hafi náð 90% fyrir einstaklinga eldri en 75 ára, en England hefur aðeins náð 75% hlutfalli í þeim aldurshópi.
Nánar má lesa um samantektina hér.