Nýr menntamálaráðherra Bretlands gaf fólkinu fingurinn – sagðist þreytt á hótunum

frettinErlentLeave a Comment

Myndbönd á samfélagsmiðlum sýndu nýjan menntamálaráðherra Breta, Andreu Jenkyns, gefa almenningi fingurinn stuttu áður en Boris Johnson sagði af sér.

Hún útskýrði gjörðir sínar og sagði að hópur fyrir utan hliðið á Downingstræti hafi „móðgað þingmenn... eins og því miður er allt of algengt“.

Hún sagði að hún hefði átt að sýna meira æðruleysi en væri bara mannleg.“

Jenkyns sagðist hafa farið niður á Downingstræti til að horfa á afsagnarræðu forsætisráðherrans síðdegis á fimmtudag.

Eftir dag sem einkenndist af fjölda afsagna úr ríkisstjórninni tilkynnti Downingstræti að Boris Johnson myndi einnig hætta.

Mannfjöldi sem fagnaði yfirvofandi brottför hans hafði safnast saman á svæðinu.

Jenkyns heyrðist líka hrópa þegar hún yfirgaf Downing Street í kjölfar ræðu Johnsons.

Í myndböndum sem tekin voru upp af brottför hennar sagði hún við mannfjöldann: Sá sem hlær síðast, hlær hæst. Bíðið og sjáið.“

Í yfirlýsingu á Twitter sagði Jenkyns að hún hefði fengið „mikið magn af hótunum frá sumu fólki í gegnum árin.“

Hér má sjá atburðinn á myndbandi:


Skildu eftir skilaboð