Af hverju eru Bandaríkin að senda neyðarbirgðir sínar af olíu til Kína?

frettinPistlarLeave a Comment

Eftir Geir Ágústsson:

Það er skiljanlegt að einhver furði sig á því að neyðarbirgðir Bandaríkjanna af olíu séu að einhverju leyti að rata til Kína, og yfirvöld hafa ekki hugmynd um það! Kannski framkvæmdavald Bandaríkjanna sé of upptekið af því að endurtaka setningar til að vita hvað er á seyði.

Ein hugmynd að svari er þessi:

Það sem vekur hvað mesta athygli er að þriðji farmurinn hafi farið til erkióvinar Bandaríkjanna, Kína, sem hagnast nú beint á kostnað bandarískra neytenda. Þetta er afleiðing af stigmagnandi skelfingarástandi Bidens þar sem hann reynir nú að vinda ofan af afleiðingum hinnar eyðileggjandi grænu stefnu sinnar með því að selja verðmætustu eigur Bandarískjanna beint til Peking!

En það sem er enn skelfilegra eru eftirfarandi orðaskipti, þar sem Hvíta húsið hafði einfaldlega ekkert svar þegar spurt var hvort Bandaríkin séu að selja neyðarbirgðir af olíu sinni til Kína.

Furðulegt, vægast sagt.

Vesturlönd eru búin að eyðileggja orkuöryggi sitt undanfarin ár. Þau eru að einhverju leyti að snúa frá slíkri sjálfseyðileggingu núna en sennilega er það of lítið, of seint.

Sem betur fer á ég íslenskar lopapeysur á mig og mína þegar næsti vetur gengur í garð hérna í Danmörku og valið stendur hjá mörgum á milli þess að kaupa í matinn eða hita húsnæðið. Nema auðvitað að hvorugt verði mögulegt. Þá fara heykvíslarnar á loft!

Skildu eftir skilaboð