Hópur vísindamanna frá Harvard háskóla, gerði nýlega rannsókn sem birt er í læknatímaritinu New England Journal of Medicine. Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að SARS-CoV-2 veiran hafi stökkbreyst svo mikið að Pfizer mRNA bóluefnin sem þróuð voru gegn upprunalega Wuhan stofninum hafa nú lítil sem engin áhrif.
Rannsóknin, "Neutralization Escape by SARS-CoV-2 Omicron Subvariants BA.2.12.1, BA.4, and BA.5," var gerð á hópi þátttakenda sem voru bólusettir með Pfizer bóluefninu gegn mörgum SARS-CoV-2 stofnum og mótefnið var kannað.
Vísindamennirnir komust að því að mótefnasvörun lækkaði úr 5.783 (á móti WA1/2020 einangruninni, Wuhan stofninum) í 275 (gegn BA.4 eða BA.5 undirafbrigðinu, omicron afbrigði), með stuðullinn 21.
Með öðrum orðum, þá er mRNA bóluefnið í raun óvirkt gegn Omicron afbrigðum sem nú eru í umferð.
And-brodd mótefni
Margar stökkbreytinganna á SARS-CoV-2 RNA breyta ekki neinu af próteinum sem vírusinn þarf til að lifa af og fjölga sér. Þetta eru kallaðar þöglar eða samheita stökkbreytingar. Aðrar, sem vísindamenn þekkja sem stökkbreytingar sem eru ekki samhita, breyta amínósýrusamsetningu próteina.
Með því að nota gagnagrunn National Library of Medicine, báru höfundarnir saman broddpróteinröðina úr Wuhan stofninum og Omicron afbrigðinu. Rauðu línurnar undirstrika ósamræmið.
Í samanburði við aðra mótefnavísa veirunnar þróast genið sem kóðar broddpróteinið hraðar þar sem broddpróteinið er á yfirborði veirunnar og er undir miklu meiri valþrýstingi.
Þetta veldur vandamálum fyrir núverandi bóluefni og öll framtíðarbóluefni sem byggjast á broddpróteininu. Hraðbreytilegt broddprótein myndi líklega gera núverandi bóluefni og öll ný bóluefni minna áhrifarík. Með öðrum orðum, veiran hefur haldið áfram að breytast en bóluefnin ekki.
Núverandi bóluefni sem byggjas á broddpróteininu mynda fjölstofna mótefni gegn mismunandi hlutum topppróteinsins. Ef mótefni bregst við mótefnavísi sem er ekki fyrir áhrifum af stökkbreytingunum sem Omicron hefur, þá myndi þetta mótefni virka gegn Omicron. Annars mun það ekki skila árangri.
Meira um rannsóknina má lesa hér.