Tugþúsundir mótmæla á götum Albaníu – vilja ríkisstjórnina burt

frettinErlentLeave a Comment

Þúsundir Albana gengu um götur höfuðborgarinnar Tirana undanfarna daga og hvöttu stjórnvöld til að segja af sér vegna verðhækkana á matvælum og vegna meintrar spillingar, og svöruðu kalli Lýðræðisflokksins í stjórnarandstöðunni.

Mótmælendurnir, sem komu frá ýmsum borgum, söfnuðust saman á Martyrs of the Nation Boulevard fyrir framan skrifstofu forsætisráðherra.

Meðlimir frjálsra félagasamtaka, aðgerðarsinnar og námsmenn tóku þátt í mótmælunum sem voru haldin undir slagorðinu „Albanía er í hættu.“

Sali Berisha, fyrrverandi forsætisráðherra Albaníu, sagði í ræðu að framtíð Albaníu væri í húfi.

Berisha benti á að sumir mótmælendanna hefðu ferðast þúsundir kílómetra frá Bandaríkjunum og Evrópu til að ganga til liðs við frelsisvígstöð Albana.

Hundruð lögreglumanna voru á svæðinu sem hluti af öryggisráðstöfunum á meðan mótmælin stóðu yfir í nokkrar klukkustundir.

Undanfarna mánuði hafa Albanir orðið varir við miklar verðhækkanir á matvörum og eldsneyti.

Borgarasamtök, fulltrúar stjórnmálaflokka og borgarar hvöttu ríkisstofnanir til að grípa inn í ástandið og koma í veg fyrir verðsveiflur.

Mótmælendurnir sögðust ætla að halda áfram mótmælum sínum á næstu dögum.


Skildu eftir skilaboð