Páll Vilhjálmsson skrifar:
Lækkandi gengi evru skýrist einkum af tvennu. Í fyrsta lagi gat evrópski seðlabankinn ekki hækkað vexti í tíma þegar verðbólga fór á skrið. Efnahagsástand evru-svæðisins stóð veikt, ekki síst vegna ríkisskulda aðildarríkja. Bandaríski seðlabankinn hækkaði vexti fyrr.
Í öðru lagi bitnar Úkraínustríðið harðar á meginlandi Evrópu en öðrum heimshlutum. Meiri óvissa um efnahagshorfur leiðir til minni tiltrúar á gjaldmiðlinum.
Lækkandi gengi evru kyndir undir verðbólgunni, einkum á orku- og hrávörumarkaði þar sem keypt og selt er með dollar.
Íslenska krónan styrkist ásamt dollar.
Má ekki búast við að talsmenn Viðreisnar og Samfylkingar biðjist afsökunar á þeirri firru að upptaka evru þjóni íslenskum hagsmunum?