Núverandi skilyrði til að komast inn í Katar eru að allir óbólusettir erlendir gestir verða að sæta einangrun í fimm daga á hóteli. Nokkrir leikmenn standa frammi fyrir því að vera þvingaðir í sóttkví þar sem þeir hafa neitað að fara í Covid sprautur.
Skipulagsnefnd í Katar staðfesti á þriðjudag að þetta væru skilyrðin til að komast inn í landið.
Breytingarnar voru gerðar eftir að Chelsea tilkynnti að N'Golo Kante og Ruben Loftus-Cheek myndu missa af undirbúningsferð til Bandaríkjanna vegna „Covid bólusetningastöðu“ þeirra og Crystal Palace neyddist til að skilja leikmenn eftir heima í þeirra eigin ferð til Singapúr og Ástralíu þar sem þeir „uppfylltu ekki skilyrði“ þegar ferðin var bókuð.
Kante var ein af stjörnum Frakka í sigri á HM 2018 og gæti verið mikilvægur í að verja titilinn. Loftus-Cheek var einnig hluti af enska landsliðshópnum sem komst í undanúrslitin - þó hann hafi ekki leikið með liðinu síðan.