Emmanuel Macron Frakklandsforseti varð fyrir áfalli í þinginu á miðvikudag eftir að áform hans um bólusetningapassa biðu ósigur.
Minnihlutastjórn Macron vildi framlengja stefnunni um að allir sem koma til Frakklands þurfi að framvísa staðfestingu á bólusetningu eða neikvæðu Covid prófi.
Aftur á móti sameinuðust hægri og vinstri flokkar á þinginu um að greiða atkvæði gegn frumvarpinu og tapaði ríkisstjórn Macrons atkvæðagreiðslunni með 219 atkvæðum gegn 195.
Ósigri Macrons var fagnað með villtum fagnaðarlátum og standandi lófaklappi frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Upptöku af látunum var dreift víða á samfélagsmiðlum og má sjá hér neðar:
One Comment on “Frumvarp Macrons um bólusetningapassa fellt í þinginu – mikil fagnaðarlæti brutust út”
Frelsi vinnur einræði, hér sameinuðust hægri og vinstri öfl gegn einræði.