Hollenski lögfræðingurinn og stjórnmálaskýrandinn Eva Vlaardingerbroek útskýrir fyrir Tucker Carlson á Fox News út á hvað mótmæli hollenskra bænda ganga.
Hún sagði að „nítrógenkrísan“ sem stjórnvöld nota sem átyllu til að setja hömlur á landbúnað í Hollandi væri tilbúningur og raunverulega ástæðan væri sú að ríkið væri að stela landinu af bændunum. Hömlurnar sem ríkið er að setja á bændur mun gera þá flesta gjaldþrota. „En sem betur fer sætta bændurnir sig ekki við þetta,“ sagði Eva, „þeir fjölmenna á götum úti, stífla þjóðvegi, stífla leiðir dreifingaraðila.“ Bændurnir berjast á móti og þeir eiga rétt á því, þetta er líf þeirra og starf, þeir eru uggandi yfir áformum stjórnvalda.
Og það er augljóst að ríkisstjórnin er ekki að setja þessar hömlur á vegna „nítrógenkrísu,“ hún vill fá land bændanna sem standa í vegi yfir „glóbalista“ áformum ríkisstjórnarinnar. Áætlunin hafa valdið því að bændur hafa svipt sig lífi og þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar og forsætisráðherrans, Mark Rutte, er ekkert annað en kommúnismi.
„Hollenskur almenningur skilur nauðsyn þess að hafa bændur, matvöruverslanir tóku að tæmast fljótlega eftir að uppreisn bændanna hófst, því þeir stífluðu leiðir dreifingaraðila. Vandinn er að ríkið skilur þetta ekki eða vill ekki skilja það og lögreglan hefur brugðist mjög harkalega við. Hún skaut m.a.s. á 16 ára dreng,“ sagði Eva.
Þetta er nokkuð sem við eigum ekki að sjá í hinum frjálsa vestræna heimi, sérstaklega ekki þar sem um er að ræða friðsama mótmælendur. Aðrar þjóðir ættu að sýna hollenskum bændum stuðning því það sama gæti gerst hjá þeim.
Hér má sjá viðtalið við Evu Vlaardingerbroek, en eins og margir hafa kannski tekið eftir, virðist flestir fjölmiðlar þegja um þessar stórfréttir.
One Comment on “Hollenska ríkið ætlar að stela landi bændanna – „nítrógenkrísan“ er tilbúningur – „þetta er kommúnismi“”
Það er kominn tími til að ísl. bændur fari að standa saman. Ég spyr er Matís að gera ykkur lífið leitt?