Hong Kong búar í sóttkví fá rafræn armbönd – kemur í veg fyrir að þeir fari af heimili sínu

frettinErlentLeave a Comment

Frá og með 17. júlí mun Hong Kong krefjast þess að allir sem greinast með Covid og eru í sóttkví í heimahúi verði með rafrænt armband til að koma í veg fyrir að þeir yfirgefi heimili sín. Þetta tilkynnti nýr heilbrigðisráðherra borgarinnar, Lo Chung-mau, á mánudag.

Lo sagði einnig á mánudag að stjórnvöld í Hong Kong mæli með því að útfæra sama fyrirkomulagið á meginlandi Kína, og koma þannig í veg fyrir að Covid smitaðir heimsæki opinbera staði, og einnig ætti landið að krefjast sóttkvíar fyrir erlenda gesti, sagði AFP fréttastofan.

Kerfið mun virka þannig að QR kóðar þeirra sem hafa fengið jákvætt úr Covid sýnatöku verða rauðir á appinu LeaveHomeSafe og ferðamenn munu vera með gula QR kóða, sagði Lo og benti á að þetta myndi gera það auðveldara að hægt verði að bera kennsl á þá smituðu og þá sem hafa komið erlendis frá.


Skildu eftir skilaboð