Alríkisdómstóll í Ohio hefur stöðvað ríkisstjórn Biden í því að framfylgja COVID-19 bóluefnaskyldu á þúsundir bandarískra liða í flughernum sem eru enn óbólusettir. Þeir voru á móti bólusetningunni af trúarlegum ástæðum en þeim hafði verið synjað um undanþágu.
Dómarinn Matthew McFarland, gaf út tímabundið lögbann á fimmtudag og kemur í veg fyrir að Biden-stjórnin geti gripið til aðgerða, í að minnsta kosti 14 daga, gegn liðum flughersins sem kusu að fá ekki bóluefnið. Hermönnum voru settir afarkostir, bóluefni eða starfsmissir.
Úrskurður dómarans veitir málinu einnig „hópstöðu“, sem þýðir að tímabundið lögbann nær til allra meðlima flughersins sem lögðu fram beiðni um undanþágu frá Covid sprautum af trúarlegum ástæðum, frá 1. september 2021, en beiðnum þeirra hafnað. Stefnendur héldu því fram að sá hópur myndi samanstanda af yfir 12.000 flugmönnum.
Aðgerðin kemur til vegna máls sem var höfðað í febrúar 2022 þar sem skyldubólusetningum Biden stjórnarinnar var mótmælt. Stefnendur voru átján einstaklingar í flughernum sem þjóna í Wright-Patterson flugherstöðinni í Ohio; Hurlburt Field í Flórída; Randolph flugherstöðin í Texas; og Dobbins Air Reserve Base í Georgíu.
„Dómstóllinn hefur þegar veitt upphaflegu stefnendum átján bráðabirgðalögbann,“ sagði lögfræðingurinn í málinu, Tom Bruns. „Dómstóllinn hefur nú afgreitt málið sem hópmálssókn, og það er í raun sögulegt augnablik, sem nær yfir allan flugherinn, og alla þjónustu. Það nær til allra meðlima flughersins. Og nú er dómarinn að segja: „Af hverju ætti ég ekki að veita öllu þessu fólki bráðabirgðalögbann?“