Rússneska gasfyrirtækið Gazprom (GAZP.MM) hefur lýst því yfir að ekki sé hægt að standa við samninga á sölu á gasbirgðum til Evrópu til að minnsta kosti eins stórs viðskiptavinar, samkvæmt bréfi frá Gazprom dagsettu 14. júlí og Reuters fékk í hendur á mánudag.
Í bréfinu segir að Gazprom, sem hefur einokunarstöðu á rússneskum gasútflutningi í gegnum lgaseiðslur, geti ekki staðið við afhendingarskyldur sínar vegna „óviðráðanlegra ástæðna“ (force majore) og þetta eigi við um afhendingu frá 14. júní.
Viðskiptaaðili, sem óskaði nafnleyndar vegna viðkvæmrar stöðu, sagði að bréfið snéri að birgðum í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna, sem er stór flutningsleið til Þýskalands og víðar. Leiðslan er lokuð vegna árlegs viðhalds, sem á að vera ljúka 21. júlí, en sumir af evrópskum viðskiptavinum Gazprom hafa áhyggjur af því að viðskipti munu ekki hefjast að nýju.
Evrópusambandið, sem hefur beitt Moskvu refsiaðgerðum, stefnir að því að hætta að nota rússneskt eldsneyti fyrir árið 2027 en vill að birgðir haldi áfram að berast þar til ESB hefur fært viðskipti sín annað.