Trudeau grímulaus í lest – Kanada eina vestræna ríkið með grímuskyldu í lestum

frettinErlentLeave a Comment

Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, er eini leiðtogi Vesturlanda sem enn skyldar borgarana til að vera með grímur í járnbrautarlestum, en var þó sjálfur grímulaus um borð í gufulest í Okanagan í Kanada, ásamt öllum hinum farþegunum.

Forsætisráðherrann mun ekki hafa brotið nein lög þar sem Kettle Valley gufulestin er sögulegur minjagripur sem ekki er bundin af alríkislögum.

Lestarferð ráðherrans leiddi engu að síður til þess að hann var sakaður um hræsni þar sem Covid getur væntanlega smitast jafn auðveldlega í almenningslest og um borð í gufulest.

Trudeau setti sjálfur inn myndband á Twitter af ferðalaginu, þar sem hann gekk um og heilsaði farþegum og lét taka mynd af sér.


Skildu eftir skilaboð