Lyfjastofnun hefur samkvæmt svari við fyrirspurn borist 107 tilkynningar um aukaverkanir Covid bóluefna hjá börnum, þar af eru 11 flokkaðar sem alvarlegar.
- Í aldurshópnum 5-11 ára hafa borist alls 12 tilkynningar og þar af er engin alvarleg.
- Í aldurshópnum 12-15 ára hafa borist alls 45 tilkynningar og þar af fjórar alvarlegar.
- Í aldurshópnum 16-17 ára hafa borist alls 50 tilkynningar og þar af sjö alvarlegar.
Í þessari umfangsmiklu Harvard rannsókn má til dæmis sjá að hlutfall tilkynntra aukaverkana til Lyfja-og matvælastofnunar Bandaríkjanna (FDA) er innan við 1% og samkvæmt þessari grein í Læknablaðinu frá árinu 2017 segir að rannsóknir sýni að almennt séu innan við 10% aukaverkana tilkynntar.
Hverjar eru alvarlegar aukaverkanir í raun miðað við 1% tilkynningahlutfall annars vegar og 10% hins vegar?
5-11 ára börn
Í hópnum 5-11 ára hafa 19.083 börn verið sprautuð (59% af 32.343 börnum.)
Engin tilkynning um alvarlega aukaverkun hefur borist í þeim hópi. Möguleg skýring gæti verið að færri í þessum hópi hafa fengið tvær sprautur og eins var bóluefnið fyrir þennan aldur í minni skömmtum.
12-15 ára börn
Í aldurshópnum 12-15 ára hafa 15.404 börn verið sprautuð (79% af 19.499 börnum) samkvæmt síðunni Covid.is. Fjórar alvarlegar tilkynningar hafa borist í þessum aldurshópi.
Miðað við að 1% alvarlegra aukaverkana hafi verið tilkynnt (sbr. Harvard rannsóknina) til Lyfjastofnunar þýðir það að alvarlegar aukaverkanir hér á landi séu 400 í þessum aldurshópi, eða ein alvarleg á hver 39 sprautuð börn. Ef miðað er við 10% (sbr. Læknablaðið) jafngildir það 40 alvarlegum aukaverkunum, eða einni alvarlegri aukaverkun á hver 385 börn sem hafa verið sprautuð.
16-17 ára börn
Í hópnum 16-17 er gert ráð fyrir að 80% hafi verið sprautuð (sá aldurshópur er ekki skilgreindur sér á covid.is heldur hafður með í hópnum 16-29 ára sem er með 90% bólusetningahlutfall. Ekki hefur borist svar frá landlæknisembættinu hvert hlutfall sprautaðra á aldrinum 16-17 ára er og því miðað við 80% hlutfall).
Í þessum aldurshópi hafa 7.327 börn verið sprautuð (80% af 9.159 börnum). Borist hafa sjö alvarlegar tilkynningar fyrir þann aldurshóp.
Miðað við að 1% hafi verið tilkynnt jafngildir það 700 alvarlegum aukaverkunum, ein alvarleg á hver 11 börn sem hafa verið sprautuð í þessum aldurshópi. Miðað við að 10% alvarlegara aukaverkana hafi verið tilkynnt jafngildir það 70 alvarlegum aukaverkunum, eða einni á hver 105 börn sem hafa verið sprautuð.
Allur hópurinn 5-17 ára
41.814 börn á aldrinum 5-17 ára hafa verið sprautuð (68,55% af heildarfjölda barna í þessum aldurshópi) og 11 alvarlegar aukaverkanir hafa verið tilkynntar.
Miðað við að 1% alvarlegra aukaverkana sé tilkynnt jafngildir það 1.100 alvarlegum tilfellum, sem er ein alvarleg aukaverkun á hver 38 börn sem eru sprautuð. Ef 10% eru tilkynntar jafngildir það 110 alvarlegum aukaverkunum, einni alvarlegri á hver 380 börn sem hafa verið sprautuð á aldrinum 5-17 ára.
Íslensk rannsókn: engin alvarleg Covid veikindi meðal barna 0-17 ára
Ný íslensk rannsókn, SARS-CoV-2 smit hjá börnum, birtist í tímaritinu, The Pediatric Infectious Disease Journal, 8. júlí sl. Höfundar rannsóknarinnar eru Ásgeir Haraldsson barnalæknir, Valtýr Stefánsson Thors barnalæknir, Þorvarður Jón Löve gigtarlæknir og Kristín L. Björnsdóttir. Rannsóknartímabilið er 28. febrúar 2020 til 31. ágúst 2021.
Í rannsókninni voru smit meðal rúmlega 1700 barna á Íslandi skoðuð í þremur smitbylgjum og leiddi hún í ljós að smit í skólum væru fátíð, innlagnir barna voru engar á rannsóknartímabilinu og sjúkdómurinn væri ekki alvarlegur meðal barna. Þessi rannsókn styður niðurstöður viðamikillar sænskrar rannsóknar sem gerð var árið 2020 á næstum tveimur milljónum barna.
Þrátt fyrir niðurstöðu þessarar rannsóknar og þeirrar sænsku mæltu þeir Valtýr og Ásgeir barnalæknar með Covid bólusetningum barna í janúar 2022, þegar þeir höfðu lokið við rannsókn sína.
Ásgeir taldi bólusetningar barna „bráðnauðsynlegar“ og Valtýr taldi nauðsynlegt að verja börnin þrátt fyrir að þau veiktust ekki alvarlega. Þessu voru kollegar þeirra á Norðurlöndunum ósammála.
Eru íslenskir læknar og heilbrigðisstarfsfólk að tilkynna aukaverkanir?
Læknum og heilbrigðisstarfsfólki ber (siðferðisleg) skylda að tilkynna grun um aukaverkanir til Lyfjastofnunar og þá sérstaklega alvarlegar.
Fréttin hefur tekið viðtal við fjölda manns sem hafa skaðast alvarlega eftir Covid bólusetningar og í engum tilfellum höfðu læknar eða heilbrigðisyfirvöld sent inn tilkynningu heldur gerðu sjúklingarnir það í einhverjum tilfellum sjálfir, eftir ábendingu þar um. Hér er eitt dæmi, hér er annað og hér er frásögn konu sem lenti á spítala strax eftir bólusetningu og taldi að læknar myndu sjá um að tilkynna veikindin.
Eftirminnileg er einnig frétt um 19 ára íslenska stúlku sem lamaðist fyrir neðan mitti eftir Moderna bólusetningu og taldi hún að læknarnir myndu sjá um að tilkynna til Lyfjastofnunar, en gerðu ekki.
Hvað er alvarleg aukaverkun?
Alvarleg aukaverkun samkvæmt skilgreiningu Lyfjastofnunar er aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla hjá mönnum. Einnig eru þær tilkynningar sem taldar eru klínískt mikilvægar flokkaðar sem alvarlegar.
One Comment on “107 tilkynningar um aukaverkanir meðal barna þar af 11 alvarlegar – hvað þýðir það í raun?”
https://learntherisk.org/ ——— https://www.rcolemd.com/news ———- https://worlddoctorsalliance.com/?fbc ———- https://formerfedsgroup.org/ —— https://americasfrontlinedoctors.org/ —— doctors and scientists worldwide are fighting those vaccine mandates and warning the public how damaging they are and have caused enormous death of people of all ages , WAKE UP FOLKS