Bólusettir Kanadamenn þurfa að hlaða niður „appi“ til að komast aftur inn í landið – annars 14 daga sóttkví

frettinErlentLeave a Comment

Það nægir ekki lengur að vera fullbólusettur í Kanada til að geta ferðast án takmarkana. Ferðist Kanadamenn út fyrir landsteinana ber þeim einnig að hlaða niður smáforritinu ArriveCAN fyrir og eftir komuna til Kanada. Geri þeir það ekki verða þeir að fara í 14 daga sóttkví við komuna til landsins og fara í Covid sýnatöku á tímabilinu.

Kanadamenn verða að nota ArriveCAN forritið til að sýna fram á skyldubundnar ferða- og heilsufarsupplýsingar. Samkvæmt kanadískum yfirvöldum á ArriveCAN smáforritið ekki aðeins að tryggja öryggi ferðalanga heldur er það hluti af áframhaldandi vinnu yfirvalda við að nútímavæða ferðalög milli landa,“ segir á upplýsingasíðu ríkisins. Fyrirkomulagið virðist líka eiga við um erlenda ferðamenn.

Hér neðar má sjá myndband af kanadadískri konu sem er fullbólusett en vill ekki hlaða niður forritinu og er því gert að fara í 14 daga sóttkví.


Skildu eftir skilaboð