Dr. Birx: Við Fauci bjuggum til „vísindin“ um tveggja metra regluna – lugum að forsetanum

frettinErlent2 Comments

Deborah Birx, fyrrverandi ráðgjafi Trump forseta í Covid-19 aðgerðum Bandaríkjastjórnar, hefur viðurkennt ótrúlegustu hluti í nýútkominni bók sinni, Silent Invasion.

Í bókinni segir Birx meðal annars að hún og Dr. Anthony Fauci hefðu í raun verið að skálda, og ekki haft nein raunhæf viðmið, þegar kom að gerð ráðlegginga innandands eins og þegar sett voru fram viðmið um „tvær vikur til að stöðva útbreiðsluna“ sem og fjarlægðartakmarkanir milli fólks. Sagt var að þetta myndi bjarga mannslífum. Ráðleggingarnar byggðust á þeim fölsku vísindum að veiran dreifðist meðal einkennalausra.

Viðurkenndi Birx að hafa búið þetta til og bætti við að hún og Fauci „hefðu logið að forsetanum og bandarísku þjóðinni um COVID-reglurnar, breytt Covid skýrslum og gefið út rangar upplýsingar í nafni almannaöryggis.

Varðandi lygina um „15 daga til að hægja á útbreiðslu smita“ skrifar Birx: „Ekki höfðum við fyrr sannfært Trump-stjórnina um að innleiða ráðleggingar okkar um tveggja vikna lokanir áður en ég var farin að reyna að finna út hvernig væri hægt að framlengja aðgerðunum."

Hér má horfa á umfjöllun Jesse Watters um yfirlýsingar Brix:




2 Comments on “Dr. Birx: Við Fauci bjuggum til „vísindin“ um tveggja metra regluna – lugum að forsetanum”

  1. Skrtíð eða ekki skrítið miðað við þöggunina í heiminum í dag en þetta ætti að vera almennt talið fréttnæmt. En ef það kemur ekki frá AP eða Reuters þá má ekki fjalla um það.

  2. Hljómar kunnuglkega frá þessum apaköttum hérna „2 vikur til að fletja kúrfuna, 2 metra reglan“ Allir sem eru læsir á vísindi vissu að þetta var bull frá byrjun, sýnir vel hvað þessir vitleysingar hérna vita ekkert hvað þeir voru að gera

Skildu eftir skilaboð