Alþjóðlegi Ivermectin dagurinn – hin ótrúlega saga af uppgötvun lyfsins

frettinErlentLeave a Comment

Í dag, 23. júlí, er dagur ívermectíns. Í tilefni þess er greinin, Ivermectin: from soil to worms, and beyond, sem birtist á vefsíðu ISGlobal Barcelona Institute for Global Helath í nóvember 2019, endurbirt hér. Greinin er því skrifuð áður en jákvæð áhrif lyfsins á Covid-19 uppgötvuðust.

Hin ótrúlega saga af uppgötvun lyfsins ivermectin, áhrifum þess og mögulegri framtíðarnotkun.

Hvað eiga pensilín, aspirín og ivermectin sameiginlegt? Öll þrjú tilheyra mjög sérstökum hópi lyfja sem má fullyrða að hafi haft „ein jákvæðustu áhrifin á heilsu og velferð mannkyns“.

Lyfin eiga þessi tvö atriði sameiginleg: Öll þrjú fundust í náttúrunni og öll þrjú leiddu til Nóbelsverðlauna. Aspirín er dregið úr salicin, efnasambandi sem finnst í ýmsum jurtum, til dæmis lerkitrjám. Fyrst var minnst á notkun þess í ritum Hippókratesar í kringum 400 fyrir Krist, en það var fyrst einangrað árið 1829 sem salicylic-sýra, og nokkrum árum síðar var hún verkuð og úr varð acetyl-salicylic-sýra. Uppgötvunin á virkni aspiríns ávann Sir John Vane Nóbelsverðlaun árið 1982. Pensilín var einangrað úr myglu sem óx fyrir slysni í tilraunaglasi á rannsóknar-stofu Alexanders Fleming. Uppgötvun þess breytti gangi læknis- fræðinnar og ávann Fleming Nóbelsverðlaun árið 1945, sem hann deildi með Howard Florwy og Ernst Chain.

Þá ber söguna að ivermectin, sem ólíklega leynist í sjúkrakassa fólks, ólíkt aspiríni og pensilíni, en er áreiðanlega lyf sem bætt hefur líf miljóna manna síðan það var uppgötvað árið 1975.

Hin langa vegferð japansks jarðsýnis

Sagan af því hvernig ivermectin uppgötvaðist er ansi ótrúleg. Seint á sjöunda áratugnum tók Satoshi Õmura, örverufræðingur hjá Kitasako-stofnuninni í Tókýo, að safna þúsundum jarðvegssýna í leit sinni að bakteríueyðandi efnasamböndum. Hann ræktaði bakteríur úr sýnunum, skimaði afraksturinn í leit að læknisfræðilegum áhrifum, og sendi þau um 10 þúsund kílómetra veg til Merckrannsóknarstofanna í New Jersey, þar sem samstarfsmaður hans, William Campbell, prófaði virkni þeirra gegn hinum og þessum sníkjudýrum sem leggjast á búfénað og önnur dýr. Ein ræktunin, sem var fengin úr jarðvegi nálægt golfvelli suðvestur af Tókýo, reyndist merkilega skilvirk gegn sníkjuormum. Bakteríurnar í ræktuninni voru ný tegund sem var nefnd steptomyces avermictilis. Hinum virka þætti efnisis, sem nefndist avermectin, var efnafræðilega breytt til að auka virkni og öryggi . Nýja efnasambandið, kallað ivermectin, var markaðssett sem lyf fyrir dýr árið 1981 og varð fljótt eitt best selda dýra- lækningalyf í heimi. Þrátt fyrir áratugaleit er steptomyces avermictilis eina uppsprettulind avermectin sem fundist hefur, þótt ótrúlegt megi virðast.

Campbell hvatti samstarfsmenn sína til þess að kanna ivermectin sem mögulega meðferð gegn onchocerciasis (einnig þekkt sem fljótsblinda), afar erfiðum sjúkdómi sem orsakast af sníkjuormum og smitast með flugum, og blindað hefur miljónir manna, aðallega í Afríku, sunnan Sahara. Fyrstu tilraunir í Senegal sýndu fram á virkni lyfsins, og ivermectin var samþykkt til mannlegrar notkunar árið 1987. Síðan þá hefur meira en 3,7 miljörðum skammta (í boði Merck-rannsóknarstofanna) verið dreift á heimsvísu í risavöxnum lyfjadreifingar-herferðum gegn onchocerciasis og ákveðinni kirtlahrörnun sem orsakast af sníkjuormum og veldur alvarlegum bólgum í útlimum. Árangur ivermectin við að draga úr áhrifum þessara hræðilegu sjúkdóma er ómælanlegur. Verðskuldað hlutu þeir Õmura og Campbell Nóbels -verðlaun í lífefna- og læknisfræði árið 2015 ,,fyrir uppgötvanir þeirra í tengslum við nýja meðferð gegn sýkingum sem orsakast af hringormum og öðrum sníkjudýrum“ (en þeir deildu verðlaununum með Youyou Tu sem uppgötvaði malaríulyfið artemisinin). Hins vegar er frægðarför ivermectin hér með ekki lokið.

Undralyf með marga mögulega nýtni

Ivermectin er í raun fyrsta and-sníkjudýrslyf heims, hvort sem sníkjudýrin leggjast innvortis eða útvortis. Það hefur reynst ótrúlega öruggt í meðförum á mannfólki. Ástæðan er sú að lyfið virkar með því að bindast ákveðnum rásum á frumuhimnunni – rásum sem þjóna lykilhlutverki í sýkingargetu sníkjudýra. Í öðrum spendýrum hefur lyfið engin áhrif vegna þess að taugafrumurnar, sem nota þessar rásir, njóta verndar órjúfanlegra frumuhimna. Að viðbættum háum öryggisstuðli, eru engin sannfærandi sönnunargögn fyrir því að sníkjudýr hafi þróað með sér mótspyrnu gegn virkni lyfsins, þrátt fyrir 30 ára stanslausa notkun, og þó svo miljörðum skammta hafi verið beitt.

Allt útskýrir þetta hvers vegna ivermectin hefur talist sífellt gagnlegra við meðferð á fleiri mannlegum sjúkdómum. Til dæmis hefur langvarandi notkun þess gegn onchocerciasis haft þá jákvæðu aukaverkun að vinna gegn öðrum sníkjudýrum, s.s.ákveðnum jarðvegsörverum (helminths), sem hrjá allt að fimmtung jarðarbúa og valda vannæringu og meðfylgjandi vaxtarörðugleikum hjá börnum. Ennfremur er ivermectin mjög skilvirkt í baráttunni gegn ákveðnum hringorm (strongyloides) sem herjar á allt að 35 miljónir manns árlega. Þetta hefur verið hvatinn að könnunum, s.s. STOP-verkefninu sem leitt er af ISGlobal, til að kanna þá virkni sem falist gæti í því að bæta ivermectin við þá meðferð sem þegar er beitt gegn iðraormum ýmiss konar.

Ivermectin hefur einnig reynst gagnlegt gegn útvortis sníkjudýrum, s.s. höfuðlús og hinum örsmáu sarcoptes-maurum sem valda algengum hvimleiðum húðkvillum. En það er ekki allt og sumt. Rannsóknir sýna að moskítóflugur, sem leggjast á þá sem neyta ivermectin, eru skammlífari en þær sem gera það ekki. Þetta hefur orðið hvatinn að þeirri hugmynd að nota lyfið sem vopn gegn hinum malaríu-berandi moskítóflugum. BOHEMIA-verkefnið, einnig á snærum ISGlobal, mun kanna virkni þess að gefa öllum íbúum og búfénaði tveggja svæða, sem eru undirlögð af sjúkdóminum, ivermectin til að rannsaka áhrifin á moskítóflugurnar.

Út af áhrifum, öryggi og notagildi hefur ivermectin áunnið sér titilinn „undralyf“ meðal lýðheilsusérfræðinga. Að gefa heilu samfélögunum lyfið gæti verið skilvirk leið til að „slá nokkrar flugur í einu höggi“ – að koma í veg fyrir nokkra sníkjudýrs sjúkdóma, jafnframt því að bæta lýðheilsu í þróunarríkjunum. Það hvort ivermectin stendur undir þessum miklu væntingum, á eftir að koma í ljós. Engu að síður er sagan af ferðalagi ivermectin sem japönsku jarðvegssýni til þess að verða mögulegur bjargvættur ótaldra miljóna, þess virði að segja.

Dagur ívermectins.

Skildu eftir skilaboð