Bill Gates, sem er stærsti einstaklingseigandi á ræktunarlandi í Bandaríkjunum, stendur nú frammi fyrir spurningum vegna eignar sinnar á næstum 270.000 ekrum af ræktunarlandi í 19 ríkjum Bandaríkjanna.
Dusty Johnson, þingmaður í Suður-Dakóta, hefur vakið athygli á því að Gates sé að kaupa land í gríð og erg og leitast þingmaðurinn nú við að draga Gates fyrir nefnd til að útskýra þetta mikla eignarhald hans á ræktunarlandi.
„Það hefur komið í ljós í nýlegum skýrslum að herra Gates er stærsti einkaeigandi ræktunarlands í Ameríku. Hann á nú næstum 270.000 ekrur af landi í 19 ríkjum,“ skrifaði Johnson þingmaður í bréfi til formanns landbúnaðarnefndar þingsins, David Scott. „Til samanburðar var meðalstærð býlis árið 2021 445 ekrur, samkvæmt landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna. Ég tel að eignarhluti herra Gates á landi þjóðarinnar sé nokkuð sem nefndin ætti ekki að hunsa.“
Bill Gates er stærsti eigandi ræktunarlands í Bandaríkjunum. Ég er forvitinn um hvað hann hefur í huga að gera við allt þetta land í ljósi þess að hann telur að þróuð lönd eins og Ameríka ættu ekki að borða rautt kjöt. Hvernig tengjast landakaupin þessari sýn hans?“ spurði Johnson.
Á sama tíma og Bill Gates heldur áfram að kaupa land sem notað er til ræktunar matvæla, hefur milljarðamæringurinn verið í krossferð gegn kjötneyslu Bandafríkjamanna og talar fyrir neyslu kjötlíkis.
Til viðbótar við tæplega 270.000 hektara lands sem hann á nú þegar, hefur ríkisstjórn Norður-Dakóta veitt honum lagaheimild til að kaupa 2.100 hektara til viðbótar af ræktunarlandi.
Þessi landakaup Gates hafa vakið mikla athygli heimamanna, þar sem margir telja að auðugir landeigendur eins og Gates séu að arðræna sig og fari ekki eftir lögum ríkisins.
Ekki í samræmi við lög um eignarhald
Eins og greint var frá í Daily Mail í byrjun júlí, er Gates að sniðganga lög frá 1932 um eignarhald fyrirtækja á býlum með því að heita því að leigja landið til bænda eftir að hann hefur gengið frá kaupunum.
Gates fjárfesti í Hollandi
Hollenski lögfræðingurinn og stjórnmálaskýrandinn Eva Vlaardingerbroek sem hefur fjallað mikið um baráttu hollenskra bænda gegn nýjum lögum um losun nítrógens, aðgerð sem mun leiða til þess að fjöldi bænda í Hollandi neyðist til að hætta rekstri, bendir hér einnig á að Bill Gates hafi nýlega fjárfest fyrir 600 milljónir evra í netversluninni Picnic í Hollandi.