Flugvél frá indónesíska flugfélaginu Citilink þurfti að snúa aftur til brottfarastaðar og nauðlenda á Juanda alþjóðaflugvellinum í Surabaya á fimmtudag eftir um 40 mínútna flug vegna veikinda flugstjórans sem var úrskurðaður látinn við lendingu.
Flug QG-307 á leið til Makassar fór frá Juanda klukkan 06:10 og lenti á sama flugvelli klukkan 06:56, samkvæmt fréttatilkynningu frá Citilink.
Flugmaðurinn hét Boy Awalia og var 48 ára, en ekki var strax ljóst hvort það hafi verið hann sjálfur, aðstoðarflugmaðurinn eða varaflugmaður um borð sem lenti vélinni.
„Þegar sjúkraliðið okkar kom um borð vélarinnar fannst enginn púls hjá flugmanninum,“ sagði Dr. Acub Zainal, yfirmaður heilbrigðiseftirlitsins í Surabaya, við Antara fréttastofuna.
Flugstjórinn var fluttur í skyndi á næsta sjúkrahús og læknar staðfestu að hann væri þegar látinn, sagði Dr. Zainal.
Flugmaðurinn og allir flugáhafnarmeðlimir voru sagðir hafi staðist lögboðna læknisskoðun fyrir flugið.
171 farþegar voru um borð sem var öllum komið í annað flug til Makassar.