Hin hliðin: Arnar Sverrisson sálfræðingur mætti í yfirheyrslu vegna kæru trans-aktivista

frettinInnlendarLeave a Comment

Arnar Sverrisson sálfræðingur og sérfræðingur í kynröskunarvanda fékk óvænta hringingu frá lögreglunni og var boðaður í yfirheyrslu vegna tveggja fræðigreina um transfólk sem hann skrifaði á Visir fyrir um tveimur árum síðan.

Fréttin fjallaði um málið í síðasta mánuði og má lesa hér.

„Prúður og hálfvandræðalegur lögreglumaður tjáði mér að ég væri boðaður í viðtal vegna hatursorðræðu í tveim greinum, sem ég skrifaði í Vísi fyrir tveim árum síðan um kynskipti. Ég skrifaði reyndar um kynskipti í Morgunblaðið einnig, en kærandi minn, Tanja Vigdisardottir, virðist ekki hafa séð hatursorðræðu í henni,“ segir Arnar.

Það fylgdi sögunni, að lögreglan hefði í fyrstu hafnað rannsókn á kæruefninu, en Ríkislögreglustjóri hafi nú fyrirskipað, að rannsókn skyldi fara fram. „Því er ég boðaður í yfirheyrslu. Athyglisvert!,“ segir Arnar.

Við fórum yfir málið í nýjasta þættinum af Hin hliðin sem nú er aðgengilegur á Uppkast.is. Ókeypis prufuáskrift er í 7 daga en eftir það kostar áskriftin 1980 kr.- á mánuði.

Ath. að ekki er hægt að nýskrá sig í gegnum appið heldur verður að skrá sig á heimsíðunni Uppkast.is

Klippu úr þættinum má sjá hér neðar.


Skildu eftir skilaboð