Andrew Wiggins ósáttur við að hafa verið neyddur í Covid sprautur

frettinErlentLeave a Comment

Í upphafi leiktímabils 2021-22, var Andrew Wiggins leikmaður Golden State Warriors, ekki „bólusettur“ við Covid. Hann neitaði upphaflega að fá sprautuefnið og hafði að sögn óskað eftir undanþágu frá sprautunum vegna trúarlega skoðana, sem hann síðar vísaði á bug.

Wiggins segist í raun hafa verið neyddur til að fara að lokum í sprauturnar til að geta spilað í San Francisco þar sem heilbrigðisyfirvöld í borginni  fyrirskipuðu COVID-19 sprautur fyrir alla þátttakendur 12 ára og eldri á stórum íþróttaviðburðum innanhúss.

Hann ákvað á endanum að fá „bóluefnið“ og hjálpaði þannig Golden State að vinna meistaratitilinn. En núna, rúmlega mánuði síðar segist Wiggins sjá eftir ákvörðuninni.

„Ég vildi að ég hefði ekki fengið þetta, satt best að segja, en maður verður að gera það sem maður verður að gera,“ sagði Wiggins í viðtali við FanSided. „Ég gerði það, og ég var stjörnuleikmaður á þessu ári og meistari, og það var það góða og ekki missa af árinu, besta árinu í mínum ferli. En ég er ekki hrifinn af því að setja alls konar efni í líkama minn. Og ég er ekki sáttur við að þetta hafi ekki verið mitt val, og að mér hafi verið settur úrslitakostur, annað hvort tekurðu þetta eða þú færð ekki að spila."

Skildu eftir skilaboð