Kínverjar veittu fyrirtækinu Genuine Biotech's skilyrt leyfi fyrir lyfinu Azvudine til að meðhöndla fullorðna sjúklinga með COVID-19.
Azvudine lyfið sem er í töfluformi, fékk skilyrt samþykki í Kína í júlí á síðasta ári til að meðhöndla ákveðnar HIV-1 veirusýkingar. Nú hefur það fengið samþykki til meðhöndlunar á fullorðnum sjúklinga með „venjulegt“ COVID, sagði lyfjaeftirlitið í Kína í yfirlýsingu.
„Venjulegt“ COVID er hugtak sem Kína notar fyrir kórónuveirusýkingar þar sem merki eru um lungnabólgu, en veikindin ekki komin á alvarlegt stig.
Kína samþykkti í febrúar sl. notkun lyfsins Paxlovid frá Pfizer hjá fullorðnum með væg til miðlungsmikil COVID einkenni, þar sem mikil hætta væri á alvarlegum veikindum. Árið 2020 samþykkti Kína lyfið Lianhuaqingwen, sem er hefðbundin kínversk lyfjaformúla, ætluð til að draga úr einkennum COVID eins og hita og hósta.
Aðgengi að áhrifaríkum COVID bóluefnum og meðferðum skiptir sköpum til að leggja grunninn að því Kína snúi frá „NÚLL COVID “ stefnu sinni, sem miðar að því að útrýma hvers kyns faraldri, hversu lítil sem hann er, þar sem treyst er á fjöldasýnatökur og stranga sóttkví og einangrun.
Á meginlandi Kína hafa um 90% fengið Covid sprautuefni.