Fyrr í þessum mánuði sendi Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) frá sér viðvörun um að gónadótrópín-losandi hormón (GnRH), almennt þekkt sem „kynþroskabælandi meðferð,“ geti haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér og verið ungmennum hættuleg.
FDA greindi sex tilfelli hjá stúlkum á aldrinum 5 til 12 ára, sem tóku GnRH-hormón, sem sýndu orsakatengsl á milli notkunar þeirra og gerviæxla í heila.
Gerviæxli í heila, einnig þekkt sem sjálfvakinn innankúpuháþrýstingur, á sér stað þegar þrýstingurinn inni í höfuðkúpunni eykst af sjálfu sér, sem getur valdið heilabólgu, miklum höfuðverk, ógleði, tvísýni og jafnvel varanlegri sjónskerðingu, samkvæmt Mayo Clinic.
„FDA taldi tilvikin klínískt alvarleg og á grundvelli þessarar uppgötvunnar ákvað stofnunin að bæta þessari mögulegu aukaverkun við á viðvörunarlista í leiðbeiningum á öll GnRH-hormón sem samþykkt eru til notkunar á börnum,“ segir FDA.
„Þrátt fyrir að verkun GnRH-hormóna geti leitt til myndunar gerviæxlis í heila hefur ekki verið útskýrt hvernig sjúklingar með CPP (gegnflæðisþrýsting í heila) geti verið í meiri áhættu á að þróa með sér gerviæxlið samanborið við börn sem ekki eru með CPP, þá réttlætir það ákvörðunina um að skrá þessa mögulegu alvarlegu aukaverkun sem tengist GnRH hormónagjöf á leiðbeiningarnar.“ sagði talsmaður Formulary Watch.
Rachel Levine, aðstoðarheilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, gefur lítið fyrir þessa ábendingu eftirlitsins og segir að „engin rök séu fyrir þessu hjá stofnuninni“ og að kynþroskabælandi meðferðir séu mjög dýrmætar og mikilvæg réttindi fyrir ungmenni. Þess má geta að Levine er sjálf transkona.
Gagnrýnendur Levine hafa sakað hana um að blanda saman „andstæðingum LGBTQ-réttinda“ við þá sem reyna að takmarka það að ólögráða fari í kynskiptaðgerðir sem eru lífsbreytandi og í flestum tilfellum óafturkræfar.
„Andstæðingar LGBTQ-réttinda hafa beint spjótum sínum að trans- og hinsegin ungmennum fyrir pólitískar vinsældir, allt til að draga athyglina frá þeirri staðreynd að þeir hafi engar lausnir á þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir í dag,“ sagði Levine og talaði í eigin persónu, samkvæmt Fox News.
„Þeir hafa lagst svo lágt að reyna að refsa foreldrum fyrir að leita eftir kynþroskabælandi meðferðum fyrir börn sem þurfa á henni að halda,“ bætti Levine við. „Stór læknasamtök eru mér sammála: Kynskiptimeðferð er lífsnauðsynleg, læknisfræðilega nauðsynleg, og á ekki að vera aldurstengd og hún er mikilvæg heilbrigðisþjónusta,“ sagði Levine.
Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins í Flórída, Jeremy Redfern, segir að ráðuneyti hans hafi uppfært viðmið sín fyrr á þessu ári til að takmarka að ólögráða börn fari í kynskiptimeðferðir. Redfern gefur lítið fyrir ummæli Levine um að „stór læknasamtök“ séu sammála um að bjóða upp á svokallaðar „kynbælandi meðferðir“ og að hún bjargi lífum barna, það standist enga skoðun og sé ekki byggð á neinum rannsóknum.
„Þessi yfirlýsing yfirvalda er í algjörri mótsögn við bestu fáanlegu rannsóknirnar í þessum efnum og heilbrigðisráðuneytið í Flórída fylgir vísindunum, alríkisstjórnin fylgir vinsældunum.“ sagði Redfern við Fox News.