Franskur bóndi hefur unnið dómsmál varðandi 4G loftnet frá farsímafyrirtækinu Orange eftir að hafa haldið þvi fram að loftnetið hafi skaðað heilsu kúabús síns.
Dómstóll í Clermont-Ferrand fyrirskipaði að slökkt yrði á loftnetinu í tvo mánuði eftir að Frédéric Salgues, bóndi í Haute-Loire, sagðist gruna að það væri að skaða heilsu kúnna.
Dómurinn sagði: „Rétt þykir að stöðva tímabundið starfrækslu þessa loftnets í tvo mánuði, að teknu tilliti til almennra áhrifa þess, með eftirliti af hálfu dómkvadds matsmanns, varðandi hegðun hjarðarinnar og sérstaklega mjólkurkúnna á þessu tímabili.“
Farsímafyrirtækið Orange hefur nú þrjá mánuði til að bregðast við við úrskurðinum, þar á meðal að slökkva á loftnetinu, en fyrirtækið verður þó að tryggja að símasamband verði áfram fyrir viðskiptavini sína á viðkomandi svæði.
Eftir ákvörðunina sagði bóndinn Salgues við franska fjölmiðla að hann vonaðist til að kúm hans myndu „batna“ fljótt og kallaði dómsmálið „mikinn léttir og sigur“.
Salgues sagði að frá því loftnetið hafi verið sett upp, í júlí 2021 í 200 metra fjarlægð frá bænum hans í Mazeyrat-d'Allier (Haute-Loire), hefðu um 40 af hans annars heilsuhraustu 200 kúm dáið og mjólkurframleiðslan minnkað um 15 til 20 prósent innan nokkurra daga frá því að kveikt var á loftnetinu.
Hann sagði: „Það eru engir læknisfræðilegir þættir sem gætu [annars] útskýrt þennan gífurlega mikla samdrátt í mjólkurframleiðslu.
Bæjarstjórinn stóð með bóndanum
Philippe Molhérat, bæjarstjóri Mazeyrat-d'Allier, sem áður hafði heimilað uppsetningu loftnetsins, bar vitni til stuðnings bóndanum.
Hann sagðist óttast „slys meðal manna“ og að áhyggjur hans hefðu aukist fyrir hönd þeirra 1500 íbúa í þorpinu sem hann stjórnar.
Lögfræðingar farsímafyrirtækisins sem munu hljóta skaða af úrskurðinum, rétt eins og símafyrirtækið Orange, sögðu að „engar vísindalegar sannanir“ væru fyrir því að tengsl væru á milli heilsubrests dýra og rafsegulsviðs í kringum farsímaloftnet.
The Scottish Farmer sagði frá.