Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnti á fimmtudag að hagnaður félagsins hefði aukist um 78% á öðrum ársfjórðungi.
Söluspá félagsins upp á 54 milljarða dala hélst óbreytt fyrir árið 2022, jafnvel þó að sala á lyfinu Paxlovid á öðrum ársfjórðungi hafi verið mun meiri en reiknað var með, og olli þetta áhyggjum sumra sérfræðinga varðandi langtímahorfur Pfizer.
Frá apríl til júní jókst velta fyrirtækisins um 47% og náði 27,74 milljörðum dollara, sem er met.
Á hlutabréfamarkaði hækkuðu hlutabréf félagsins um 1% í viðskiptum fyrir opnun markaða, þar sem heildarhagnaður félagsins hækkaði í 9,91 milljarða dala þrátt fyrir sterkari dollar.
Sala á Pfizer Covid-19 bóluefninu hefur verið megin orsök mikils hagnaðar síðastliðið ár og búist er við að tekjur aukist enn frekar vegna lyfsins Paxlovid, en spurn eftir lyfinu hefur aukist á undanförnum mánuðum í kjölfar aukinna kórónuveirusmita í Bandaríkjunum.
Sala á Paxlovid upp á 8,1 milljarð dala er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Fyrirtækið sagðist hafa skráð niðurfærslu birgða upp á 450 milljónir dala á öðrum ársfjórðungi, í tengslum við Covid-19 varning sem fóru yfir eða nálguðust sölufrest.