Mark Rutte forsætisráðherra Hollands sagði fyrir helgi að „mótmælaaðgerðir lítils hóps bænda“ á þjóðvegunum landsins væru „óviðunandi“ og lífshættuleg.“ Þetta sagði hann á Twitter. „Það eru margar aðrar leiðir til að tjá óánægju sína með lögmætum hætti. Það gera líka flestir bændur,“ sagði Rutte.
Rutte lét ummælin falla þegar uppreisnin hollenskra bænda náði nýjum hæðum, þar sem bændur hafa kveikt í gríðarmiklu magni af heyi og skilið eftir hrúgur af mykju meðfram vegum landsins og lokað þannig nokkrum þjóðvegum.
Mótmæli hollenskra bænda stafa af áætlun ríkisstjórnarinnar um að takmara nítrógenlosun í landbúnaði sem mun leiða til þess að fjöldi bænda mun þurfa að hætta rekstri.
Hér má lesa nánar um hvað ríkisstjórn Hollands er að leggja til í þessum málum og hér má heyra viðtal við hollenska lögfræðinginn og stjórnmálaskýrandann Evu Vlaardingerbroek þar sem hún heldur því fram að ríkið ætli sér í raun að stela landi bændanna og á ferðinni sé ekkert annað en kommúnismi. „Nítógenkrísan er tilbúningur,“ segir hún.