Edda Falak „fer klárlega í sögubækurnar sem einhver mesti svikahrappur Íslandssögunnar“

Erna Ýr ÖldudóttirFjölmiðlar, Fræga fólkið, Kynjamál2 Comments

Edda Falak, fyrrverandi þáttastjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur, hefur verið staðin að því að ljúga endurtekið um starfsferil sinn í viðtölum hjá helstu fjölmiðlum landsins, að því er fram kemur í nýjasta hlaðvarpsþætti Harmageddon hjá streymisveitunni Brotkasti.

Hún hafði rætt starfsferil sinn hjá „virtum banka, fjármálafyrirtæki, fjárfestingabanka og lyfjafyrirtæki (Novo Nordisk)“ í Danmörku í viðtölum. Til viðbótar sagðist hún hafa unnið við miðlun verðbréfa. Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason kannaði málið og komst að því að ekkert af þessu er satt.

Sjón er sögu ríkari:

„Ef þú ætlar að segja sannleikann um mig, þá mun ég ljúga upp á þig“

Til viðbótar segir Frosti að þetta sé ekki allt, um sé að ræða svakalegar frásagnir fólks af „andlegu ofbeldi, stórkostlegum, brjáluðum lygum, svikum og þjófnaði“. Fólk veigri sér við að segja frá vegna alvarlegra hótana sem staðið hafi verið við.

Ris Eddu til áhrifa sé með miklum ólíkindum og hafi Frosti á löngum ferli sínum í fjölmiðlum aldrei orðið vitni að öðru eins.

Að lokum veltir hann því upp hvort að verðlaunamiðillinn Stundin, sem nú heitir Heimildin, muni vilja hafa slíka manneskju hjá sér innanborðs, en þangað er hún komin eftir að vera hætt með hlaðvarpið Eigin konur.

Fréttin hafði áður fjallað um þessi mál, samanber í september 2021 eftir að efasemdir vöknuðu um meintan starfsferil Eddu og einnig í mars 2022 eftir að fyrrverandi kærastinn hennar sakaði hana um margs konar níðingsskap.

Uppfært:

Fréttin hefur óskað eftir viðbrögðum Eddu Falak og ritstjórnar Heimildarinnar við umfjöllun Frosta Logasonar. 

2 Comments on “Edda Falak „fer klárlega í sögubækurnar sem einhver mesti svikahrappur Íslandssögunnar“”

  1. Þessi Edda Flak er það sem er nútímakynslóðin kallar því nýja starfsheiti ÁHRIFAVALDUR
    Það er nýtt orð yfir fólk sem áður fyrr var kallað ATHYGLISSJÚKLINGAR
    Þetta fólk fær borgað fyrir að taka myndir af rasgatinu og brjóstunum á sér og virðist lifa góðu lífi á þessu starfi í nútímasamfélaginu, Þessi manneskja er EKKI rétta manneskjan til að hjálpa fólki sem hefur lent í ofbeldi, því hún notar þá aðferð að bæði spyrja og svara fyrir fólkið sem kom í þáttinn hennar, hún setur upp og stýrir sjálf umræðuni og af sjálfsögðu gleypa flestir við henni.

Skildu eftir skilaboð