Edda Falak sökuð um ofbeldi, þjófnað og framhjáhald: „Ætti núna að gefa honum alvöru áverka”

frettinInnlendarLeave a Comment

Jóhann Gunnar Baldvinsson fyrrverandi kærasti Eddu Falak, sakaði hana í gær á Twitter um að hafa beitt sig andlegu ofbeldi, fitusmánað sig, haldið fram hjá sér, smitað sig af kynsjúkdómi og stolið af sér peningum meðan á sambandi þeirra stóð.

Hringbraut birti frétt um málið í gær. Athygli vakti að fréttin var fjarlægð af vef Hringbrautar nokkrum klukkustundum síðar.

Frettin.is hefur undir höndum einkaskilaboð sem eru í dreifingu á netinu, þar sem Edda viðurkennir að hafa verið með greiðslukort síns fyrrverandi og notað það óspart og meira segja eftir sambandsslitin.

Athygli vekur að í einkaskilaboðunum spyr Edda ónefndan aðila hvort sá þekki einhvern sem starfi á fréttamiðlinum Hringbraut, sú spurning virðist hafa borgað sig fyrir Eddu, þar sem fréttinni hefur verið nú verið eytt.

Edda hótar svo ofbeldi í skilaboðunum og segir orðrétt: ég ætti að gefa honum núna alvöru áverka og sjá hvað hann segir. Þessi ummæli Eddu vekja óneitanlega mikla athygli þar sem hún hefur titlað sig sem mikla baráttukonu gegn ofbeldi.

Blaðamaður á Frettin.is reyndi að ná í Eddu fyrir gerð fréttarinnar en án árangurs.


ImageImageImageImage

Skildu eftir skilaboð