Elon Musk: Stjórnvöld höfðu aðgang að einkaskilaboðum notenda Twitter

Erna Ýr ÖldudóttirErna Ýr Öldudóttir, Fræga fólkið, Mannréttindi, Njósnir, Persónuvernd, Samfélagsmiðlar, StjórnarfarLeave a Comment

Í útdrætti úr Fox News viðtali við gestgjafann Tucker Carlson í gær, sagði Musk við Carlson að hann væri hneykslaður á að komast að því hvernig bandarísk stjórnvöld höfðu aðgang að öllu á Twitter, þar meðtöldum einkaskilaboðum (DM's) notenda:

„Opinberar stofnanir höfðu í raun fullan aðgang að öllu sem var að gerast á Twitter og það truflaði mig,“ sagði Musk. „Mér var ekki kunnugt um það“.

„Myndi það innihalda einkaskilaboð fólks? spurði Carlson Musk.

„Já,“ svaraði Musk þá Carlson.

Gervigreind gæti eyðilagt siðmenninguna

Þrátt fyrir að hafa sjálfur nýstofnað gervigreindarfyrirtækið X.AI , lýsti Musk einnig áhyggjum sínum af nýjustu gervigreindarbylgjunni, og sagði við Carlson að hann teldi siðmenningunni stafa hættu af henni.

„A.I. er hættulegra en vond flugvélahönnun eða framleiðslugallar, eða léleg bílaframleiðsla í þeim skilningi að A.I. gæti mögulega - hversu litlar sem líkurnar kunna að teljast, en þær eru ekki léttvægar - það gæti mögulega eyðilagt siðmenninguna,“ sagði Musk.

Skildu eftir skilaboð